Súpan sem allir í fjöskyldunni elska

Sylvía Briem
Sylvía Briem

Fag­ur­ker­inn og at­hafna­kon­an Sylvía Briem Friðjóns­dótt­ir galdr­ar hér fram súpu sem er í senn afar ein­föld og bragðgóð! Ein af þess­um súp­um sem all­ir í fjöl­skyld­unni elska og þá ekki síst krakk­arn­ir!

Súpan sem allir í fjöskyldunni elska

Vista Prenta

Súp­an sem all­ir í fjöskyld­unni elska

  • 1 poki af gul­rót­um 
  • 1 gul­ur lauk­ur
  • ½ sæt karftafla
  • Engi­fer eft­ir smekk 
  • 3 rif hvít­lauk­ur 
  • 1 dós kó­kosrjómi 
  • Knorr græn­metisten­ing­ur
  • Knorr kjúk­linga­ten­ing­ur

Aðferð:

  1. Skolið gul­ræt­urn­ar og skerið í bita. Afhýðið kart­öfl­una og skerið í smærri bita. Skerið lauk­inn í 3-4 stóra bita. 
  2. Setjið svo gul­ræt­urn­ar, sætu kart­öfl­una, lauk­inn, engi­ferið og hvít­lauksrif­in í gufu­soðspott og leyfi græn­met­inu að verða mjúkt. Gul­ræt­urn­ar eru oft­ast síðast­ar til að verða mjúk­ar og er því gott að miða við þær.
  3. Þegar græn­metið er mjúkt skal setja það í bland­ara eða mat­vinnslu­vél með smá heitu vatni úr gufu­soðspott­in­um. Bætið Knorr ten­ing­un­um út í.
  4. Blandið súp­una þannig að hún verði al­veg silkimjúk. Það má setja eins mikið vatn og ykk­ur þykir gott, okk­ur fjöl­skyld­unni finnst gott að hafa súp­una smá þykka. Ég miða kannski við að setja þrjá stóra bolla af vatn­inu. Það er svo alltaf hægt að bæta meira vatni við eft­ir á.
  5. Þegar það er búið að blanda súp­una skal setja hana aft­ur í pott og bæta við einni dós af kó­kosrjóma. Kryddið svo með salti og pip­ar og smakkið til.
  6. Það er frá­bært að bjóða upp á gott súr­deigs­brauð, hvít­lauks -nan­brauð eða hvít­lauks­brauð með. 
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert