Norska ostaboxið sem öllu breytir

mbl.is/

Ost­ur er veislu­kost­ur – það eru orð að sönnu. En hvernig er best að geyma ost­inn til að hann end­ist leng­ur? Þá er þetta osta­box hér mögu­lega að fara breyta leik­um hvað það varðar. 

Ea­syCheese er nýtt hér á landi og er hannað og fram­leitt hjá frænd­um okk­ar í Nor­egi. Boxið er þétt en hleyp­ir út raka sem held­ur ost­in­um fersk­um leng­ur. Við náðum tali af Brynj­ari Guðlaugs­syni sem flyt­ur inn Ea­syCheese box­in hér á landi sem seg­ir að Íslend­ing­ar séu heilt yfir ekki að geyma ost­inn sinn nægi­lega vel.

„Lang flest­ir geyma ost­inn í plast­poka, sem kem­ur niður á gæðunum og fyr­ir utan að vera ekki smekk­legt. Ég og kon­an mín vor­um oft að pirra okk­ur á þessu sem leiddi til þess að við keypt­um okk­ur Ea­syCheese box, og enduðum með að flytja inn vör­una til lands­ins. Boxið er með hreyf­an­leg­um botni sem þú ýtir upp þegar ost­ur­inn minnk­ar, og með þessu móti kemstu alltaf hjá því að snerta ost­inn meðan þú sneiðir hann,“ seg­ir Brynj­ar í sam­tali og bæt­ir við að allt að 1 kg ost­ar passi í boxið.

Hægt er að skoða box­in nán­ar HÉR

EasyCheese er stórsniðugt ostabox sem geymir ostinn lengur en ella.
Ea­syCheese er stór­sniðugt osta­box sem geym­ir ost­inn leng­ur en ella. mbl.is/
mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert