Spennandi jólamarkaður um helgina

Fallegar vörur frá Hugdettu - handgerðar í Sierra Leone.
Fallegar vörur frá Hugdettu - handgerðar í Sierra Leone. mbl.is/Hugdetta

Um helg­ina fer fram markaður Sweet Salone og Ang­ú­stúru - þar sem hand­gerðar vör­ur og gæðabók­mennt­ir eru í fyr­ir­rúmi og all­ir hjart­an­lega vel­komn­ir. 

Það verður nota­leg stemn­ing í Mengi þessa helg­ina er ís­lensk­ir hönnuðir hitt­ast og kynna vör­ur sín­ar. Hér um ræðir hand­gerðar vör­ur sem unn­ar eru af ást og um­hyggju á sann­gjarn­an og sjálf­bær­an hátt. Vör­urn­ar eru hand­gerðar í Sierra Leo­ne - en sam­starf ís­lensku hönnuðina og hand­verka­fólks­ins þar í landi hef­ur vaxið og dafnað und­an­far­in sex ár. Sweet Salone er part­ur af verk­efni Aur­oru vel­gerðasjóðsins sem styður við þróun og menn­ingu með verk­efn­um sem örva sam­fé­lög á sjálf­bær­an máta - þar á meðal er hönn­un frá Hug­dettu. En við náðum tali af Rós­hildi Jóns­dótt­ur sem er ann­ar eig­andi Hug­dettu, og seg­ir að með verk­efni Aur­oru snú­ist allt um at­vinnu­sköp­un í Sierra Leo­ne, og að end­ur­vekja hand­verk úr efniviði þar í landi. Því séu eng­ir milliliðir og skil­ar því hver sala miklu inn í þró­un­ar­starfið. 

"Við hjá Hug­dettu erum spennt að kynna nýju saltskál­ina okk­ar um helg­ina. Skál­in er með sér­hönnuðu stóru gati fyr­ir salt­flög­ur eins og ís­lenska Salt­verks saltið. Þá þarf ekki að fara ofan í skál­ina með putt­un­um, held­ur strá­ir þú því með því að halla skál­inni", seg­ir Rós­hild­ur. 

Við mæl­um heils­hug­ar með bæj­arrölti og reka inn nefið í Mengi á Óðins­götu 2 um helg­ina, en markaður­inn er op­inn fram á sunnu­dag og má skoða viðburðinn nán­ar HÉR

Ný saltskál frá Hugdettu sem stráir saltinu jafnt og án …
Ný saltskál frá Hug­dettu sem strá­ir salt­inu jafnt og án allra vand­ræða. mbl.is/​Hug­detta
mbl.is/​Hug­detta
mbl.is/​Hug­detta
mbl.is/​Hug­detta
mbl.is/​Hug­detta
mbl.is/​Hug­detta
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert