Innpökkunargræjan sem þú verður að eiga

Innpökkunargræjan sem þú verður að eignast.
Innpökkunargræjan sem þú verður að eignast. mbl.is/Wrap buddies

Sumir vilja meina að það skemmtilegasta við jólin sé að pakka inn gjöfunum. En þá verður þú að eiga þessa græju hér. 

Krumpaður pappír sem rúllast upp á er við reynum að klippa hann til er klassískt dæmi sem flestir ættu að kannast við. En við rákumst á þessa snilldargræju sem þjónar tvenns konar tilgangi. Hér ræðir um eins konar klemmur sem þú setur gjafapappírsrúlluna upp á og festir síðan klemmurnar við borðið. Þannig geturðu dregið pappírinn jafnt út á borðið án þess að hann fari að „haga sér illa“. Rúsínan í pylsuendanum er síðan sú að þú getur sett límbandið í aðra klemmuna og ert því með límbandsstatíf við höndina er þú pakkar inn. Fyrir áhugasama, þá má nálgast innpökkunargræjuna HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert