Rétturinn sem bjargar geðheilsunni í jólastressinu

Kartföflu-frittata að bestu gerð.
Kartföflu-frittata að bestu gerð. mbl.is/Jamie Oliver

Það er nauðsyn­legt að geta gripið í upp­skrift sem þessa hér - þegar stressið læðist upp bakið á okk­ur á aðvent­unni. Kart­öflu­baka að bestu gerð með brok­kolí og chedd­ar osti - namm!

Þessi upp­skrift kem­ur frá meist­ara Jamie Oli­ver og er al­gjör snilld eins og flest allt sem hann ger­ir.

Rétturinn sem bjargar geðheilsunni í jólastressinu

Vista Prenta

Rétt­ur­inn sem bjarg­ar geðheils­unni í jóla­stress­inu

  • 600 g kart­öfl­ur
  • 1 búnt vor­lauk­ur
  • 1 brok­kolí­haus
  • 1 rauð paprika
  • 1 tsk. reykt paprikukrydd
  • 8 stór egg
  • 40 g chedd­ar ost­ur
  • 80 g spínat / sal­at

Annað

  • Ólífu­olía
  • Sja­var­salt
  • Svart­ur pip­ar

Aðferð:

  1. Hitiið ofn­inn á 200 gráður. 
  2. Hitið olíu á pönnu á meðal­hita. Skrælið kart­öfl­urn­ar, skerið í 1 cm ten­inga og steikið á pönn­unni. Bætið því næst smátt söxuðum vor­lauk á pönn­una. Skerið brok­kolí stilk­inn í bita og bætið út á pönn­una ásamt paprik­unni. 
  3. Kryddið með sjáv­ar­salti og svört­um pip­ar ásamt papriku krydd­inu. Eldið á pönn­unni í 15 mín­út­ur eða þar til gyllt á lit og hrærið í af og til. Skerið brok­kolíið í hæfi­lega stóra bita og bætið út á pönn­una síðustu fimm mín­út­urn­ar. 
  4. Brjótið átta stór egg í skál og þeytið sam­an. Rífið chedd­ar ost­inn út í og kryddið með salti og pip­ar. Blandið vel sam­an. Saxið gróf­lega helm­ing­inn af spínatinu og kletta­sal­at­inu og hrærið út á pönn­una. Hellið því næst eggja­blönd­unni yfir. 
  5. Rífið chedd­ar ost yfir og eldið í tvær mín­út­ur. Setjið því næst pönn­una inn í ofn og bakið í 10 mín­út­ur, þar til gullið að lit og bland­an stíf í sér. 
  6. Dreifið spínati og kletta­sal­ati yfir og berið fram. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert