Það er nauðsynlegt að geta gripið í uppskrift sem þessa hér - þegar stressið læðist upp bakið á okkur á aðventunni. Kartöflubaka að bestu gerð með brokkolí og cheddar osti - namm!
Þessi uppskrift kemur frá meistara Jamie Oliver og er algjör snilld eins og flest allt sem hann gerir.
Rétturinn sem bjargar geðheilsunni í jólastressinu
- 600 g kartöflur
- 1 búnt vorlaukur
- 1 brokkolíhaus
- 1 rauð paprika
- 1 tsk. reykt paprikukrydd
- 8 stór egg
- 40 g cheddar ostur
- 80 g spínat / salat
Annað
- Ólífuolía
- Sjavarsalt
- Svartur pipar
Aðferð:
- Hitiið ofninn á 200 gráður.
- Hitið olíu á pönnu á meðalhita. Skrælið kartöflurnar, skerið í 1 cm teninga og steikið á pönnunni. Bætið því næst smátt söxuðum vorlauk á pönnuna. Skerið brokkolí stilkinn í bita og bætið út á pönnuna ásamt paprikunni.
- Kryddið með sjávarsalti og svörtum pipar ásamt papriku kryddinu. Eldið á pönnunni í 15 mínútur eða þar til gyllt á lit og hrærið í af og til. Skerið brokkolíið í hæfilega stóra bita og bætið út á pönnuna síðustu fimm mínúturnar.
- Brjótið átta stór egg í skál og þeytið saman. Rífið cheddar ostinn út í og kryddið með salti og pipar. Blandið vel saman. Saxið gróflega helminginn af spínatinu og klettasalatinu og hrærið út á pönnuna. Hellið því næst eggjablöndunni yfir.
- Rífið cheddar ost yfir og eldið í tvær mínútur. Setjið því næst pönnuna inn í ofn og bakið í 10 mínútur, þar til gullið að lit og blandan stíf í sér.
- Dreifið spínati og klettasalati yfir og berið fram.