Fjögur guðdómlega falleg jólaborð

Það styttist í jólin! Ertu ákveðinn með borðskreytingarnar í ár?
Það styttist í jólin! Ertu ákveðinn með borðskreytingarnar í ár? mbl.is/imerco

Leitið ekki lengra til að fá inn­blást­ur í borðskreyt­ing­ar í ár - því þess­ar fjór­ar út­færsl­ur eru að slá öllu öðru við. 

Blá jól
Einn heit­asti lit­ur­inn í ár er kónga­blár - og hann er svo sann­ar­lega vel­kom­inn á jóla­borðið. Hér má blanda sam­an með djúprauðum lit sem gef­ur and­stæðu en samt svo glæsi­legt. Not­ist við gömlu jóla­disk­ana og skreytið með bláu skrauti, blóm­um eða blá­um glös­um. 

mbl.is/​imerco


Djarfa týp­an
Þér er al­veg óhætt að nota liti á jól­un­um - það er í raun orðið meira al­gengt að nota fullt af lit­um en ella. Það má nota ein­fald­an lit á dúk í grunn­inn og bæta svo við lit­um með mat­ar­stelli og öðru skrauti. Glimmer­kúl­ur og litl­ir pakk­ar gefa líka skemmti­leg­an tón á veislu­borðið. 

mbl.is/​imerco

Hvít­ur vetr­ar­draum­ur
Hvít jól? Það er stóra spurn­ing­in okk­ar þetta árið því við höf­um ekki séð mikið af hvítu korn­un­um falla til jarðar þessi dægrin. En þá má skapa hvíta stemn­ingu á jóla­borðið sem kveik­ir æv­in­týra­lega drauma. 

mbl.is/​imerco

Töfr­andi jóla­stemn­ing
Aðfanga­dags­kvöld ættu alltaf að inni­halda dass af töfr­um og það má byrja á borðhald­inu. Prófið að skapa dýpt með hlýj­um efn­um, t.d. tauserví­ett­um, kop­ar og kubba­kert­um. Eins má skreyta fyr­ir ofan mat­ar­borðið með grein úr skóg­in­um sem þú skreyt­ir að vild. 

mbl.is/​imerco



mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert