Ein vinsælusta kanna síðari ára í nýjum litum

Vörurnar frá Falcon hafa verið vinsælar í heila öld.
Vörurnar frá Falcon hafa verið vinsælar í heila öld. mbl.is/Falcon

Vinsælasta kanna síðari ára, fæst nú í nýjum smekklegum litum - en hér eigum við að sjálfsögðu við emaleruðu könnurnar frá Falcon. 

Falcon Enamelware hefur verið partur af breskri matarhefð í rúma öld, enda bjóða þau upp á klassíska tímalausa hönnun og vandaðar vörur sem endast þér ævilangt. Það kannast allir við að hafa séð hvítar emaleraðar skálar með blárri rönd inn á heimilum hér á árum áður, en Falcon hefur verið að framleiða búsáhöld frá árinu 1920 - þó lengst af í sínum klassíska hvíta og bláa lit þó að litagleði þeirra hafi aukist jafnt og þétt síðustu ár. 

Fyrir nokkrum árum síðan kom sinnepsgula vatnskannan þeim aftur á kortið, og nú í desember bárust fréttir frá fyrirtækinu er þeir kynntu þrjá nýja liti til leiks sem hafa vakið mikla og verðskuldaða athygli. Nýju litirnir heita 'tarragon, rósarbleikur og rjómalitaður', og hægt er að fá emaleruð glös í stíl. Litirnir eru þó einungis framleiddir í takmarkaðan tíma og fyrir áhugasama, þá má skoða vörurnar nánar í Gömlu bókabúðinni á Flateyri eða HÉR

mbl.is/Falcon
mbl.is/Falcon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka