Mikilvægasta trix matreiðslumanna

Til er það mat­reiðslutrix sem leik­menn­irn­ir eiga til að gleyma. Þjálfaðir fag­menn eru hins veg­ar með þetta á hreinu enda er þetta eitt allra dýr­mæt­asta vopnið í verk­færa­k­istu hvers mat­reiðslu­manns - bók­staf­lega.

Við erum að sjálf­sögðu að tala um mik­il­vægi þess að nota góða hnífa og að þeir séu vel brýnd­ir. Flest­ir mat­reiðslu­menn eiga sinn eig­in brýni sem þeir skerpa reglu­lega á hníf­un­um með en reglu­lega er gott að fara með hníf­ana í sér­staka brýn­ingu til að ná þeim 100%.

Það er fyr­ir­tækið Beitt­ir hníf­ar sem býður upp á slíka þjón­ustu en fyr­ir áhuga­sama er gam­an að fara í gegn­um Face­book síðu þeirra og sjá mynd­ir sem tekn­ar eru fyr­ir og eft­ir brýn­ingu.

Einnig er hægt að laga hnífa sem skemmst hafa og er magnað að sjá hvernig hægt er að bjarga hníf­um sem marg­ir hefðu talið af.

Að sögn Hafþórs Óskars­son­ar er mis­jafnt hversu oft þarf að brýna hnífa. „Það fer eft­ir notk­un hverju sinni, ég er að brýna fyr­ir fag­menn og veisluþjón­ust­ur og þeir vilja láta brýna sína hnífa á tveggja mánaða fresti. Fyr­ir heim­ili ætti að duga tvisvar á ári með því að stála reglu­lega á milli.“

Hafþór seg­ir jafn­framt að það breyti afar miklu að vinna með beitt­an hníf. „Það er alltaf ör­ugg­ara og skemmti­legra að vinna með beitt­um hníf, það er meiri hætta að skera sig á bit­laus­um hníf­um þar sem það þarf meira átak til að skera og saxa og þannig ger­ast slys­in.“

Sjálf­ur seg­ist Hafþór mest nota þrjár gerðir hnífa þegar hann er spurður að því hvernig hníf­um hann mæli með fyr­ir fólk.
„Ég nota mest þrjá hnífa; það er kokk­aníf­ur, úr­bein­ing­ar­hníf­ur og lít­inn græn­met­is­hníf með þessa þrjá hnífa þá ger­ir þú flest allt sem þú þarft að gera. Ef fólk vill fá sér gæða hnífa á góðu verði þá mæli ég með þess­ari línu frá GS Import. Það gott stál í þeim og þeir halda biti mjög vel þeir koma í flott­um viðar­kassa og það fylg­ir trés­líður til að vernda hnífs­blaðið.“

Hvernig er best að halda bit­inu á hníf?
„Núm­er eitt er að setja aldrei hníf í uppþvotta­vél það hef­ur mjög slæm áhrif á bitið og viður­inn í skaft­inu bóln­ar út og skemm­ist, ekki skera á hörðum fleti svo sem granít brett­um ávallt skal nota viðar og plast bretti síða er gott að geyma hnífa í plast slíðrum ef geymd­ir eru í skúffu þá eru þeir ekki að hrist­ast til þegar verið er að opna og loka skúff­unni, mæli mest með að nota hníf­astanda eða vegg­segla til að geyma hníf­ana.“

Hvernig geta viðskipta­vin­ir haft sam­band við þig (ertu með versl­un eða versktæði)?
„Best er að hringja eða senda sms í síma 844-1963 svo er hægt að senda póst á beitt­ir­hnif­ar@sim­net.is svo erum við á Face­book og In­sta­gram.“

Global hnífur fyrir brýningu.
Global hníf­ur fyr­ir brýn­ingu.
Sami hnífur eftir brýningu.
Sami hníf­ur eft­ir brýn­ingu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert