Flottustu espressóbollar sem sést hafa lengi

Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir hannar lífsstílsvörur undir nafninu IHANNA HOME.
Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir hannar lífsstílsvörur undir nafninu IHANNA HOME. mbl.is/

Þegar nota­gildið þjón­ar margs kon­ar til­gangi, þá gleðjumst við. Og það á við um þessi nýju flottu ilm­kerti sem eru í raun espresso­boll­ar  hannaðir af IHANNA HOME

Við styðjum ís­lenska hönn­un alla leið enda marg­ir flott­ir lista­menn sem við eig­um hér á landi. Ingi­björg Hanna Bjarna­dótt­ir er hönnuður­inn á bak við IHANNA HOME og hef­ur í ár­anna rás fært okk­ur ýms­ar vör­ur til heim­il­is­ins sem gleðja augað. Nýj­asta viðbót­in í vöru­lín­una eru ilm­kerti sem koma fjög­ur sam­an í pakka og eru í raun espressó­boll­ar. Ilm­kert­in hafa verið fá­an­leg í stærri glös­um sem henta full­kom­lega und­ir kaffi, blóm eða annað sem manni dett­ur í hug  og koma kert­in með fjór­um mis­mun­andi ilm­um og grafík á glös­un­um sjálf­um. 

Önnur nýj­ung eru viska­stykki er kall­ast FJARA og ÖLDUR og eru í stíl við ilm­kert­in, og því full­kom­in jóla­gjöf sam­an ef þið spyrjið okk­ur. Viska­stykk­in koma í bleiku og dökk­gráu/​ljós­bláu og eru úr 100% bóm­ull. Grafík­in í stykkj­un­um er ofin en ekki prentuð sem þýðir að gæðin eru upp á tíu  fyr­ir utan hvað þau halda sér vel og eru ein­stak­lega raka­dræg. 

Fleiri nýj­ung­ar fyr­ir þessi jól­in eru daga­tala­kerti, teppið VÖFFL­UR sem kem­ur í tveim­ur lit­um og síðast en ekki síst sæng­ur­ver­in SKYRTA og SAIL­OR  en sæng­ur­ver­in koma meðal ann­ars í tvö­faldri stærð og sem extra lang­ar, eða stærðir sem hef­ur vantað í úr­valið hér á landi.

Ilmkertin frá IHANNA eru æðisleg! En bollana má nota áfram …
Ilm­kert­in frá IHANNA eru æðis­leg! En boll­ana má nota áfram und­ir kaffi, blóm, skrif­færi eða annað sem manni dett­ur í hug. mbl.is/
Ný ilmkerti í espressobollum - koma fjögur saman í pakka …
Ný ilm­kerti í espresso­boll­um - koma fjög­ur sam­an í pakka með mis­mun­andi ilm­um og grafík mynd­um. mbl.is/
ÖLDUR viskustykkið kemur í bleiku/bleiku og FJARA kemur í dökkgráu/ljósbláu.
ÖLDUR visku­stykkið kem­ur í bleiku/​bleiku og FJARA kem­ur í dökk­gráu/​ljós­bláu. mbl.is/
Dagatalakerti er nýjung frá IHANNA HOME.
Daga­tala­kerti er nýj­ung frá IHANNA HOME. mbl.is/
mbl.is/
Sængurfötin Skyrta og Sailor eru úr 100% percale bómull og …
Sæng­ur­föt­in Skyrta og Sail­or eru úr 100% percale bóm­ull og koma í þrem­ur lit­um og þrem­ur stærðum hvor um sig og fást í stærðunum 140 x 200 cm / 140 x 220 cm / 200 x 220 cm. mbl.is/
mbl.is/
Vöfflur teppið er hannað með það að leiðarljósi að halda …
Vöffl­ur teppið er hannað með það að leiðarljósi að halda því stíl­hreinu og tíma­lausu og að ná lát­lausu mynstri út frá vefnaðinum. 100% ull og í stærðinni 130 x 200 cm. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert