BAKAÐ: Jóla-pavlovan er einfaldari en þú heldur

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Elen­ora Rós er löngu orðin einn þekkt­asti bak­ari lands­ins. Hún var aðeins 19 ára þegar hún gaf út sína fyrstu bók, Bakað, sem naut gríðarlegra vin­sælda. 

    Í ár kom út ný bók eft­ir Elen­oru Rós, Bakað meira, þar sem finna má fjöl­breytt­ar upp­skrift­ir í sex köfl­um; sunnu­dagskaffi, form­kök­ur, brauðtert­ur, smá­tert­ur, veisl­ur og eft­ir­rétt­ir. 

    Í þess­um fyrsta þætti af Bakað sýn­ir Elen­ora Rós Karítas Rík­h­arðsdótt­ur hvernig galdra má fram jóla-pavlovu á ein­fald­an hátt, nokkuð sem Karítas hélt áður að væri ekki ein­falt. 

    Elen­ora fer einnig yfir ráðlegg­ing­ar um mar­engs­gerð og hvað ber að var­ast. 

    Í stuttu máli er alls ekki svo mikið mál að gera gull­fal­lega pavlovu til að bjóða upp á í eft­ir­rétt um jóla­hátíðina.

    mbl.is/​Kristó­fer Lilj­ar Fann­ars­son

    BAKAÐ: Jóla-pavlovan er einfaldari en þú heldur

    Vista Prenta

    Upp­skrift

    Þetta er fal­legri út­gáf­an af mar­engs­in­um sem við þekkj­um öll. Hér er hægt að leika sér gríðarlega. Setja nammi í botn­inn, lemon curd (sítr­ónuyst­ing) eða jafn­vel kara­mellu. Þetta er kaka sem er kon­fekt fyr­ir auga og fjár­sjóður fyr­ir brag­lauk­ana. Hún er auðveld ef hún er gerð rétt og auðvelt að baka pavlov­una sjálfa með smá fyr­ir­v­ar, sem get­ur of verið hent­ugt. 

    Þú þarft: 

    • 180g eggja­hvít­ur
    • 300 g syk­ur 
    • 250 ml rjóma 
    • 5-10 g vanillu­mauk (ef vill)
    • Ber að eig­in vali

    Aðferð:

    • For­hitið ofn­inn í 150°C og passið að stilla á blást­ur. 
    • Teiknið 20 cm hring á bök­un­ar­papp­ír og leggið til hliðar. 
    • Áður en þið byrjið að þeyta eggja­hvít­urn­ar er mjög mik­il­vægt að skál­in sé tand­ur­hrein, því ann­ars ná eggja­hvít­urn­ar ekki að þeyt­ast. 
    • Setjið eggja­hvít­urn­ar í skál og byrjið að þeyta á væg­um hraða. Þegar eggja­hvít­urn­ar byrjað að freyða er bætt í hraðann þar til mar­engs­inn fer að taka á sig mynd og eggja­hvít­urn­ar eru vel þeytt­ar. Þetta ferli tek­ur um 10 mín­út­ur. 
    • Hækkið núna hraðann og bætið sykr­in­um við hægt og ró­lega, u.þ.b. 1 tsk í einu, og þeytið þar til mar­engs­inn verður stíf­ur og held­ur sér vel og syk­ur­inn er al­veg upp­leyst­ur.
    • Setjið litla doppu af mar­engs­in­um á horn­in á papp­írn­um svo að papp­ír­inn fest­ist við plöt­una.
    • Setjið mar­engs­inn á hring­inn sem þið voruð búin að teikna á papp­ír­inn í skerfi tvö en passið að nota hliðina sem þið teiknuðuð ekki á svo að blekið fari ekki í mar­engs­inn. 
    • Notið skeið eða spaða til að dreifa úr mar­engs­in­um í hring. Reynið að hafa hring­inn frek­ar háan og búa til smá holu svo að þetta verði eins og skál í miðjunni en þar ofan í kem­ur fyll­ing­in eft­ir bakst­ur. 
    • Setjið í for­hitaða ofn­inn og bakið í u.þ.b. klukku­tíma. 
    • Slökkvið á ofn­in­um, leifið pavlov­unni að kólna al­veg inni í ofn­in­um og hafið hann lokaðan á meðan. Þetta trygg­ir að hún falli ekki eft­ir bakst­ur.
    • Þeytið rjóma og vanillu sam­an þar til rjóm­inner léttþeytt­ur.
    • Skerið ber­in niður í hæfi­lega stærð. 
    • Setjið rjómann og ber­in ofan í hol­una á pavlov­unni og berið fram.
    mbl.is/​Kristó­fer Lilj­ar Fann­ars­son
    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert