BAKAÐ: Sjónvarpskakan sem allir báðu um

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 6:07
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 6:07
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Elen­ora Rós er löngu orðin einn þekkt­asti bak­ari lands­ins. Hún var aðeins 19 ára þegar hún gaf út sína fyrstu bók, Bakað, sem naut gríðarlegra vin­sælda. 

Í ár kom út ný bók eft­ir Elen­oru Rós, Bakað meira, þar sem finna má fjöl­breytt­ar upp­skrift­ir í sex köfl­um; sunnu­dagskaffi, form­kök­ur, brauðtert­ur, smá­tert­ur, veisl­ur og eft­ir­rétt­ir. 

Í öðrum þætti af Bakað sýn­ir Elen­ora Rós Karítas hvernig baka má hina sí­gildu og ljúf­fengu sjóvarp­s­köku. Ekki nóg með að Karítas óskaði sér­stak­lega eft­ir kennslu á sjóvarp­s­köku­bakstri, heldu var kana einnig vin­sæl­ust í skoðana­könn­un á meðal fylgj­enda Elen­oru. 

Ljóst er að marg­ir eru til í að mastera hina full­komnu sjóvarp­s­köku, enda frá­bær kaka til að bjóða upp á í kaffi­boðinu.

mbl.is/​Kristó­fer Lilj­ar

BAKAÐ: Sjónvarpskakan sem allir báðu um

Vista Prenta

Upp­skrift

Þessi er held­ur bet­ur klass­ísk og hlýj­ar manni um hjartaræt­ur. Hún er alltaf jafn góð og jafn vin­sæl. Létt í sér, dún­mjúk og full­kom­lega bragðmik­il með kók­stoppn­um sem fer ofan á. Hún er best með ís­kaldri mjólk og eins ein­föld og þær ger­ast. 

Kaka

  • 4 egg
  • 300 g syk­ur
  • 10 g vanillu­dropa
  • 250 g hveiti
  • 15 g lyfti­duft
  • 50 g smjör
  • 200 ml mjólk 

Kó­kostopp­ur

  • 100 g smjör
  • 200 g púður­syk­ur
  • 70 ml mjólk 
  • 150 g kó­kos­mjólk

Aðferð

  • Byrjið á að hita ofn­inn í 170 °C. 
  • Þeytið sam­an egg og syk­ur þar til bland­an er orðin létt og ljós. 
  • Bætið síðan vanillu­drop­um sam­an við. 
  • Sigtið sam­an hveiti og lyfti­duft og bætið sam­an við eggja- og syk­ur­blönd­una í nokkr­um skömmt­um og blandið vel á milli. 
  • Bræðið smjörið við meðal­hita. Bætið mjólk­inni sam­an við og hellið blönd­unni var­lega út í deigið hrærið þar til allt er komið vel sam­an. 
  • Hellið deig­inu ú skúffu­köku­form sem er klætt með smjörpapp­ír og spreyjað með matarol­íu­spreyi. 
  • Bakið í 30-35 mín­út­ur, eða þar til kak­an er orðin gull­in­brún. 
  • Búið til kó­kostopp­inn á meðan kak­an bak­ast. 
  • Bræðið sam­an smjör, púður­syk­ur og mjólk í potti við meðal­hita. Bætið kó­kos­mjöl­inu sam­an við þegar allt er bráðið og blandið kó­kos­mjöl­inu vel sam­an við. 
  • Þegar kak­an er til­bú­in hellið þið blönd­unni jafn yfir kök­una og dreifið úr með spaða. 
  • Bakið áfram í um 10 mín­út­ur, eða þar til kó­kostopp­ur­inn fer að gyll­ast . 
  • Leyfið kök­unni að kólna vel áður en þið lyftið henni úr form­inu. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert