Svona er best að geyma afganga af jólasteikinni

Ertu með mikið af afgangs mat eftir jólin?
Ertu með mikið af afgangs mat eftir jólin? mbl.is/Shutterstock

Hvað á að gera við alla matarafgangana sem verða eftir þessi jólin? Eigum við að farga þeim eða geyma þá þar til seinna, og hvernig er þá best að geyma matinn? Hér eru nokkur atriði sem þú skalt hafa í huga ef þú ætlar þér að setja eitthvað í frysti. 

  • Komdu matnum þínum sem fyrst inn í frysti, frekar en að skilja hann eftir í ísskápnum í nokkra daga. Því ferskari sem maðurinn er þegar hann fer í frystinn, því ferskari verður hann þegar hann kemur út. 
  • Frystu matinn þinn í viðráðanlegum skömmtum - stærðir sem þú getur borðað allt í einu. Þegar þú hefur verið að þíða afgangana þína, þá ættirðu ekki að frysta þá aftur. 
  • Pakkið matnum vel inn til að ekki komi frost í matinn - því þá missir hann gæðin. 
  • Gættu þess að maturinn sé ekki heitur eða volgur þegar þú setur hann í frysti. 
  • Frystirinn þinn virkar best þegar hann er fullur, svo því meira sem þú geymir þar inni - því betra. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka