Eldhústískan sem er á leiðinni út

Ótrúlega fallegt og stílhreint eldhús þar sem svartur og hvítur …
Ótrúlega fallegt og stílhreint eldhús þar sem svartur og hvítur marmari kallast á. Ljósmynd/Fiona Lynch

Við rák­umst á afar áhuga­verða grein í tíma­rit­inu For­bs þar sem rætt var við fjölda sér­fræðinga og þar voru dregn­ir sam­an þeir tísku­straum­ar sem hafa verið vin­sæl­ir í eld­hús­hönn­un um heim all­an en eru á út­leið.

Hvíta eld­húsið. Hvít eld­hús þykja ekki leng­ur móðins sam­kvæmt þessu. Þau minna einna helst á skurðstofu og það eina sem hægt er að gera í þeirri stöðu ef þú átt slíkt eld­hús er að mála vegg­ina í lit, skipta um höld­ur og freista þess að lífga upp á rýmið án þess að þurfa að rífa alla inn­rétt­ing­una út.

Opin eld­hús. Nú fá sjálfsagt flest­ir verk­tak­ar lands­ins, sem fjölda­fram­leiða íbúðir, fyr­ir hjartað enda all­ar íbúðir sem hannaðar eru með opn­um eld­hús­um. Sam­kvæmt sér­fræðing­un­um er þetta þó ekki leng­ur málið. Gömlu góðu eld­hús­in eru að koma aft­ur og þar hafið þið það.

Svört mött heim­il­is- og blönd­un­ar­tæki. Nú fá ef­laust marg­ir sjokk enda bún­ir að fjár­festa í rán­dýr­um fín­um heim­il­is- og blönd­un­ar­tækj­um í mött­um svört­um lit  al­veg eins og hef­ur verið hvað mest í tísku.

Efri skáp­ar. Nú fá ef­laust marg­ir áfall en við hér á eld­húsvefn­um höf­um pre­dikað þetta í nokk­ur ár enda telj­um við efri skápa bæði pláss­freka og ekki mjög fal­lega. Þetta á reynd­ar við í stór­um eld­hús­um þar sem nóg er af skápaplássi en skilj­an­lega er erfitt að fórna efri skáp­un­um í litl­um eld­hús­um.

Gervi­efni. Þetta er sorg­ar­dag­ur fyr­ir þá sem sjá í hill­ing­um að blekkja ætt­ingja með gervimarm­ar­an­um úr IKEA. Sam­kvæmt For­bs er tísk­an þessi dægrin að vera eins ekta og hægt er og þá skipt­ir verðmiðinn ekki öllu máli held­ur er það þykjustu­leik­ur­inn sem er dott­inn úr tísku.

Fiski­beinaflís­ar. Þessi grein fer að verða ansi erfið en hið ást­sæla fiski­beina­mynst­ur sem hef­ur prýtt eld­hús­veggi á vel­meg­andi heim­il­um hef­ur fengið dauðadóm­inn og skal því út­hýst frá og með ára­mót­um.

Car­rera-marmari. Nú ætl­um við form­lega að hætta að skrifa þessa grein enda rek­ur hvert áfallið annað. Að sögn For­bes er Car­rera-marmar­inn orðinn svo of­notaður að hann er form­lega hætt­ur að vera töff. Takk fyr­ir og bless.

Grein For­bes má lesa HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert