Heimagert granóla að hætti Jönu

Granóla sem smakkast eins og jólin með kanil, hnetum og …
Granóla sem smakkast eins og jólin með kanil, hnetum og trönuberjum. mbl.is/Jana

Að eiga gott granóla inni í skáp er eins og að eiga sæl­gæti út á ab-mjólk­ina á morgn­ana. Þetta granóla er úr smiðju Jönu sem gef­ur upp­skrift­inni fullt hús stiga.

Heimagert granóla að hætti Jönu

Vista Prenta

Heima­gert granóla að hætti Jönu

  • 1 dl hun­ang
  • 1/​2 dl kó­kosol­ía
  • 3 msk. kakós­mjör
  • 1 msk. vanilla
  • 1 tsk. salt
  • 2 tsk. kanil­duft
  • 1/​2 tsk. engi­fer­duft

Þurrt

  • 6 dl haframjöl 
  • 2 dl pek­an­hnet­ur, gróft saxaðar
  • 2 dl sól­blóma­fræ
  • 1 dl kó­kos­mjöl
  • 1 dl graskers­fræ

Aðferð:

  1. Hitið í potti við lág­an hita – hun­ang, kó­kosol­íu, kakós­mjör, vanillu, salt og krydd. 
  2. Setjið öll þur­refn­in í skál og hrærið svo vökv­an­um vel sam­an við. 
  3. Setjið inn í ofn á bök­un­ar­papp­ír eða beint á hreina bök­un­ar­plötu og ristið á 150 gráðum í 25-35 mín­út­ur. Passið að hræra vel í granól­anu nokkr­um sinn­um svo að það rist­ist jafnt. 
  4. Eft­ir að granólað er komið úr ofn­in­um, blandið þá 1 dl af þurrkuðum trönu­berj­um og 1 dl af ristuðum kó­kos­flög­um sam­an við. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert