Besta leiðin til að losna við glimmer

Glimmer er geggjað, en getur líka verið erfitt viðureignar.
Glimmer er geggjað, en getur líka verið erfitt viðureignar. mbl.is/iStock

Glimmer er æðis­legt - svona rétt á meðan við erum að skemmta okk­ur. En síðan reyn­ist það þraut­in þyngri að losa það af borðum, gólfi og veggj­um ef því er að skipta. Því það er gef­in regla að glimmer dreyf­ir úr sér á ein­hvern óskilj­an­leg­an máta sem eng­inn nær að festa fing­ur á. 

Það er til lausn við þess­um vanda (ef vandi skyldi kall­ast) - og hana finn­ur þú mögu­lega inn í barna­her­bergi. Hér vís­um við í leir eða kenn­aratyggjó sem þú not­ar til að ná glimmer­inu af um­rædd­um fleti. Barnið mun ef­laust þakka fyr­ir að fá leir­inn til baka með glimmer­sprengju - svo það eru all­ir sem vinna í þessu til­viki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert