Heinz bregst við eftirspurn neytenda

Nýjar vegan-vörur frá Heinz.
Nýjar vegan-vörur frá Heinz. mbl.is/Heinz_Getty

Tómatsósuframleiðandinn Heinz hefur brugðist við eftirspurn neytenda og setur á markað nýja vegan-útgáfu af klassískum dósamat. 

Veganúar er að fara detta í garð og því ekki seinna vænna að kynna nýjungarnar í hús. En talað er um að markmið mánaðarins sé að hjálpa fólki að velja matvæli úr jurtaríkinu, hvort sem það sé hvatning við bættri heilsu, fyrir plánetuna, fólk eða dýr.

Heinz kynnir því með stolti rjómalagaða tómatsúpu og bakaðar baunir í breyttri útgáfu - en neytendur hafa kallað eftir vegan-útgáfu í nokkur ár, og eru vörurnar með engin gervi litarefni, bragðefni né rotvarnarefni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka