Kjúklingasúpan sem á eftir að breyta lífi þínu

Ljósmynd/© Alex Lau + Chrissy Teigen

Hér erum við með eina geggjaða frá sjálfri Chris­sy Teig­en en hér er ferðinni súpa sem er grísk í grunn­inn og þið eig­in­lega verðið að smakka hana!

Kjúklingasúpan sem á eftir að breyta lífi þínu

Vista Prenta

Kjúk­lingasúp­an sem á eft­ir að breyta lífi þínu

  • 2 hvít­lauks­geir­ar, fínt saxaðir
  • ½ tsk. sjáv­ar­salt
  • ¼ tsk. nýmalaður svart­ur pip­ar + skraut
  • 2 kjúk­linga­bring­ur (um 450-500 g)
  • ½ bolli kjúk­linga­soð
  • 2 msk. ólífu­olía
  • 1 stór lauk­ur, fínt saxaður
  • 1 sell­e­rístilk­ur, fínt saxaður
  • 3 hvít­lauks­geir­ar, maukaðir
  • 8 boll­ar kjúk­linga­soð
  • 1 tsk. sjáv­ar­salt
  • ½ bolli hvít hrís­grjón
  • 5 egg
  • 3 msk. ólífu­olía
  • 5 msk. fersk­ur sítr­ónusafi
  • 1 tsk. fersk saxað óregano
  • saxað ferst dill til skrauts

Kjúk­ling­ur: Setjið hvít­lauk, 1 msk. af ólífu­olíu, salt og pip­ar í litla skál og nuddið yfir kjúk­ling­inn. Hitið af­gang­inn af ólífu­olí­unni á stórri pönnu á miðlungs­há­um hita. Steikið kjúk­ling­inn uns gull­in­brúnn eða í 5 mín­út­ur eða svo.

Lækkið hit­ann og bætið var­lega við ¼ bolla af kjúk­linga­soði, setjið lokið yfir pönn­una og eldið í 5 mín­út­ur til viðbót­ar. Takið lokið af, snúið kjúk­lingn­um og setjið ¼ af kjúk­linga­soði sam­an við, setjið lokið aft­ur á og eldið uns kjúk­ling­ur­inn er fulleldaður.

Takið af elda­vél­inni, takið lokið af pönn­unni og leyfið kjúk­lingn­um að kólna aðeins. Rífið bring­urn­ar því næst niður með tveim­ur göffl­um og látið liggja í saf­an­um á pönn­unni. Setjið lokið yfir til að halda hit­an­um.

Súpa: Hitið ólífu­olíu á miðlungslág­um hita í stór­um steypu­járn­spotti. Bætið lauk og sell­e­rí sam­an við og eldið. Hrærið af og til í þar til lauk­ur­inn er orðinn mjúk­ur og gyllt­ur, eða í 9-10 mín­út­ur. Bætið þá hvít­lauk við, hrærið og látið malla í mín­útu.

Bætið því næst kjuk­linga­soðinu og salt­inu. Látið suðuna koma upp á miðlungs­há­umm hita. Bætið næst hrís­grjón­um sam­an við og látið suðuna koma upp. Lækkið þá und­ir pott­in­um og látið sjóða uns hrís­grjón­in eru soðin eða í um 20 mín­út­ur.

Meðan hrís­brjón­in eld­ast skuluð þið píska sam­an egg og sítr­ónusafa.

Blandið hægt og ró­lega tveim­ur boll­um af súp­unni úr pott­in­um sam­an við egg­in og sítr­ónusaf­ann og pískið stans­laust á meðan til að koma í veg fyr­ir að egg­in hlaupi. Þegar egg­in og soðið er full­blandað má hella blönd­unni út í súpupott­inn. Næst skal bæta kjúl­ing­un­um við og hræra í. Eldið þannig í tvær mín­út­ur. Takið af hell­unni, bætið við óreg­anó og kryddið til með salti. Skreytið með fersk­um pip­ar og dilli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert