Kannastu við að sjá rakadropa liggja í gluggakistunni eða á glugganum sjálfum? Þá er þetta snjalla ráðið sem þú þarft að tileinka þér til að losna undan vandanum. En raki í gluggum er dagleg sjón, sérstaklega yfir vetrartímann þegar heitt mætir köldu.
Loftaðu út
Ef þú hefur tök á, skaltu lofta út hið minnsta þrisvar sinnum í tíu mínútur yfir daginn.
Þurrkaðu af
Best er að þurrka af með eldhúspappír eða tusku. Bleyta í gluggum er ávísun á að mygla eða sveppir geti myndast.
Undir glugganum
Best er ef ofninn er staðsettur undir glugganum - þannig nær kaldur glugginn að haldast þurr í vetrarfrostinu.
Jafnt hitastig
Köld rými krefjast hita - reynið að halda hitanum ekki undir 17 gráðum.
Nýjir gluggar
Kannski er þörf á að skipta út glerinu með nýjum gluggum sem eru sérhannaðir til að halda köldu lofti úti og hitanum inni? Eitthvað sem vert er að skoða.
Rakastig
Gott er að fjárfesta í rakamæli til að meta stöðuna í húsinu. Best er, ef rakastigið fer ekki undir 50-55 prósent yfir vetrarmánuðina.