Þetta eru heitustu áfengistrendin í ár

Litríkur kokteill er góður í hófi.
Litríkur kokteill er góður í hófi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki all­ir halda upp á þurr­an janú­ar og eng­in ástæða til (nema þú haf­ir farið fram úr þér í des­em­ber). Vín­sér­fræðing­ar þarna úti halda því fram að þetta hér sé það sem við kom­um til með að sjá meira af á ár­inu og gott ef þeir hafa ekki bara rétt fyr­ir sér.

  • Vín á krana er það sem koma skal. Æ fleiri fram­leiðend­ur bjóða nú upp á hágæðavín á dælu; rautt, hvítt og freyðandi búbl­ur í glas sem smakk­ast jafn vel og úr flösk­um.
  • Gæði fram yfir magn! Fólk er farið að kunna bet­ur að meta gott vín; í stað þess að drekka mikið af „lé­legu“ víni kýs fólk frek­ar að drekka minna en fá gæðin í vín­inu í staðinn.
  • Marg­ir eru orðnir meðvitaðri um hvaða mat þeir láta ofan í sig og það sama á við um drykki. Á þessu herr­ans ári er talið að fólk verði mun meðvitaðra um hvort áfengið sé sjálf­bært eður ei, hvaðan var­an kem­ur og allt því sem fylg­ir er við hlú­um að um­hverf­inu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert