Þetta vissir þú ekki um kavíar

Kavíar er lúxusfæða!
Kavíar er lúxusfæða! mbl.is/Getty Images

Kaví­ar á sér for­vitni­leg­an upp­runa - fyr­ir þá sem ekki þekkja til. 

Ekta kaví­ar kem­ur frá einni elstu lif­andi teg­und bein­fiska, eða styrjuætt sem til­heyr­ir fisk­fjöl­skyld­unni Acipenser­i­dae og tel­ur 27 teg­und­ir styrju. Og af þess­um 27 teg­und­um er kaví­ar fram­leidd­ur úr u.þ.b. tíu teg­und­um. Fisk­un­um er lýst sem ferskvatns­fisk­um, en eru í raun far­fisk­ar sem lifa í söltu vatni en hrygna í ferskvatni. Þeir geta lifað í allt að 100 ár eða leng­ur og verða seint kynþroska. 

Sturlaðar staðreynd­ir um kaví­ar

  • Styrj­an er eitt af fáum dýr­um í heim­in­um sem hef­ur að mestu ekki breytt út­liti sínu á þeim millj­ón­um ára sem dýrið hef­ur verið til.
  • Fisk­ur­inn þrífst best með hágæða fóðri, þar sem hlut­fall sjáv­ar­hrá­efn­is er mikið. Rétt fóður, vatns­gæði og þol­in­mæði eru mik­il­væg­ustu þætt­irn­ir fyr­ir gæðum kaví­ars. 
  • Marg­ir borða sjálf­an fisk­inn og hef­ur skinnið verið notað til að búa til leður. 
  • All­ur kaví­ar kem­ur beint frá bónda í dag. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert