Chili con carne með tvisti

Yndisaukandi chili con carne - gjörið svo vel!
Yndisaukandi chili con carne - gjörið svo vel! mbl.is/Helga Magga

Hér bjóðum við upp á hinn klassíska rétt 'chili con carne' með dálitlu tvisti - þar sem notað er kalkúnahakk í stað nautahakks. Uppskriftin kemur úr smiðju Helgu Möggu sem segir hakkið vera fáanlegt frosið í Hagkaup - og að rétturinn sé ódýr, próteinríkur og fitulítill. Sniðugt sé að gera tvöfalda uppskrift og nota afganginn daginn eftir inn í vefjur með grænmeti eða í pítur. 

Chili con carne með tvisti

  • 1 msk. olía
  • 1 laukur
  • 2-3 hvítlauksgeirar
  • 600 g kalkúnahakk
  • 400 g niðursoðnir tómatar
  • 170 g tómat púrra
  • 20 g fljótandi kalkúnakraftur
  • 100 g vatn
  • 300 g nýrnabaunir (1 dós og vatninu hellt af)
  • 1 tsk. salt
  • 1 tsk. pipar
  • 1 tsk. kúmín
  • 1 tsk. chili, eða eftir smekk

Aðferð:

  1. Þennan rétt þarf annað hvort að gera á stórri pönnu með háum brúnum eða potti. 
  2. Steikið hvítlauk og lauk upp úr olíu og setjið svo þiðið kalkúnakjötið út á pönnuna - steikið í gegn og kryddið. Bætið restinn af innihaldsefnunum á pönnuna og látið malla við vægan hita í 20 mínútur eða lengur. Ég hef gert þennan rétt í hádeginu og hitað um kvöldið, og verður hann betri fyrir vikið. Það má bæta við vatni, sé rétturinn of þykkur. 
  3. Ég mæli með að mauka kotasælu og nota með - eða sýrðan rjóma og nachos. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka