Heilsuráðin sem geta breytt lífi þínu

Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir.
Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir. mbl.is/Ásdís

Hvernig er best að koma sér aft­ur í gott heilsu­form eft­ir anna­sam­an tíma í mat og drykk? Við feng­um Kristjönu Stein­gríms­dótt­ur eða Jönu, eins og hún er kölluð, til að gefa okk­ur góð ráð til að koma okk­ur aft­ur á beinu braut­ina.

Jana flutti heim til Íslands síðasta sum­ar frá Lúx­em­bourg, þar sem hún var hluteig­andi í heilsu og mat­sölustaðnum Happ. En þar hef­ur hún eldað holl­an og nær­ing­ar­rík­an mat frá ár­inu 2010 og hef­ur haldið ótelj­andi mat­reiðslu­nám­skeið með fræðslu um heilsu­sam­leg­ar leiðir í að bæta mataræðið með meiri holl­ustu.

„Það er ótrú­legt hvað má gefa fólki enda­laus­ar hug­mynd­ir með hrá­efn­um á borð við græn­meti, ávöxt­um, kryd­d­jurt­um, hnet­um og fræj­um. Og þá fer fólk að bæta inn í líf sitt nýj­um eld­un­ar aðferðum, fá nýj­ar hug­mynd­ir og þar með bæta mataræðið sitt. All­ir hafa gott af því að bæta meiru holl­ustu inn í líf sitt og því meira af hollu sem þú borðar því minna þarf maður oft á óholl­ustu að halda þar sem lík­am­inn fær góða nær­ingu og er mett­ur af nær­ing­ar­efn­um,” seg­ir Jana.

Bestu heilsuráðin í boði Jönu

  1. Skipu­leggðu vik­una og settu þér ein­föld mark­mið. Fókusaðu bara á fá atriði í einu, það þýðir ekk­ert að ætla að breyta öllu hjá sér á einni viku. Ef þú ætl­ar að breyta lífstíln­um þínum til lengri tíma þarftu að koma góðum rútín­um inn í líf þitt og gera þær að vana - bæta svo smátt og smátt við nýj­ar rútín­ur sem verða svo að vana.
  2. Borðaðu nóg af trefj­um, græn­meti, ávöxt­um, fræj­um, hnet­um, góðum ol­í­um og góðu próteini. Og sem minnst af unn­um mat­væl­um og skyndi­bita mat.
  3. Ég mæli með því fyr­ir þá sem eru mjög upp­tekn­ir og hafa lít­inn tíma í vik­unni að nota hluta úr helg­inni í að und­ir­búa og skipu­leggja vik­una. Versla inn holl­an mat, skera niður mikið græn­meti og und­ir­búa - svo auðvelt sé að grípa í það í ís­skápn­um og þegar verið er að elda, þá fer minni tími í það að græja holl­an og nær­ing­ar­rík­an mat. Ég grilla oft mikið græn­meti og get þá notað í alls kyns meðlæti, súp­ur og salöt út vik­una og þetta spar­ar mjög mik­inn tíma.
  4. Drekktu mikið af vatni, oft mistúlk­um við svengd fyr­ir þorsta.  Vatn er allra besti drykk­ur sem við get­um fengið og sniðugt að bragðbæta það með sítr­ónu, app­el­sínusneiðum, ag­úrkusneiðum, engi­ferj­arót, myntu o.fl.
  5. Gott er að byrja alla daga á stóru vatnglasi og hafa svo alltaf vatn meðferðist svo það sé auðveld­ara að muna að drekka það.
  6. Hreyf­ing er mik­il­væg fyr­ir and­lega og lík­am­lega líðan. Finndu hreyf­ingu sem þér finnst skemmti­leg og reyndu að gera eitt­hvað alla daga - og ekki verra ef þú get­ur hreyft þig ut­an­dyra. Ekki skemm­ir ef þú get­ur fengið vin eða vin­konu með þér. Göngu­túr­ar, skokk, hlaup, sund, létt­ar æf­ing­ar eða teygj­ur er frá­bært fyr­ir flesta.
  7. Svefn er ótrú­lega mik­il­væg­ur hluti af heil­brigði og það ætti að vera for­gangs­atriði að búa til góða svefn­rútínu sem reynt er að fara eft­ir sem oft­ast. Reynið að fara að sofa á sama tíma á kvöld­in og vakna á sama tíma, helst alla daga vik­unn­ar. Það hjálp­ar að minnka skjánotk­un eft­ir kvöld­mat og hafa ró­lega rútínu nokkr­um tím­um fyr­ir svefn.
  8. Ekki til­einka þér „allt eða ekk­ert“ hug­ar­far. Stöðug­leiki er lyk­ill­inn að góðri lík­am­legri heilsu. Að lok­um - ekki vera of harður/​hörð við sjálf­an þig því góðir hlut­ir ger­ast hægt og það er mik­il­vægt að gera lífstíls­breyt­ingu held­ur en að fara á ein­hvern tísku kúr sem oft­ast er erfitt að halda í lang­an tíma.

Jana deil­ir holl­um, nær­ing­ar­rík­um og auðveld­um upp­skrift­um á In­sta­gram síðunni sinni HÉR - en heimasíða er vænt­an­leg í loftið, fyr­ir þá sem vilja fylgj­ast með æv­in­týr­um henn­ar í eld­hús­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert