Blandaði kampavíni út í Diet Coke

Tom Hanks kynnti nýjan drykk nú á dögunum í þætti …
Tom Hanks kynnti nýjan drykk nú á dögunum í þætti hjá Stephen Colbert. mbl.is/Scott Kowalchyk/CBS

Hollywood-leikarinn Tom Hanks mætti nú á dögunum í sjónvarpsþátt og kynnti þar nýjan kokteil - eða drykk sem hann segir vera stórfínan. 

Tom var staddur í þættinum Late Show með Stephen Colbert og kynnti þar varasama fjölskylduhefð sem mörgum þykir góð á meðan aðrir fussa og sveia yfir drykknum. Hann sagði frá því er hann var á sýningu í New York með eiginkonu sinni, Ritu Wilson, er flaska af kampavíni læddist á borðið þeirra. Tom er ekki mikill drykkjumaður og sýpur vanalega á Diet Coke í góðra vina hópi. Að þessu sinni var mikið um góðan mat og drykk, svo Tom lét til leiðast ég lét hella dreitli í kókglasið, sem smakkaðist furðu vel að sögn hans. Leikarinn var ekki lengi að finna nafn á drykkinn sem hann kýs að kalla 'Cokagne', sem er samblanda af Coke og kampavíni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert