Þrjár skotheldar leiðir til að þrífa örbylgjuofninn

Það finnast ótal leiðir til að þrífa ofninn.
Það finnast ótal leiðir til að þrífa ofninn. mbl.is/Shutterstock

Það finnast ótal aðferðir til að þrífa örbylgjuofninn, en þessar hér eru skotheldar og án allra sterkra efna. 

Gufuhreinsa með sítrónu
Sítróna ilmar dásamlega og gulltryggir hreinan örbylgjuofn. Skerið sítrónu til helminga og leggið í hálffulla skál af vatni og stilltu ofninn á háan hita í 3-5 mínútur - eða þar til vatnið sýður og myndar gufu. Látið svo skálina stana í ofninum í 5-10 mínútur til að gufan leysi upp síðustu matarleifarnar. Opnið því næst ofninn og þurrkið hann að innan með þurrum klút eða viskastykki. 

Gufuhreinsið með klút
Bleytið klút og setjið í ofninn í 3-5 mínútur á háum hita. Látið klútinn standa í 5-10 mínútur og notið hann síðan til að þurrka óhreinindin burt. 

Gufuhreinsið með tissjúpappír
Hér gildir sama reglan og með klútinn. Leggið tissjúpappír í bleyti og setjið í örbylgjuofninn, einungis í 1 mínútu. Slökktu þá á ofninum og láttu standa í 5-10 mínútur. Þurrkið síðan vel yfir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert