Ikea snýr aftur með vinsæla vöru

Sinnerlig vörulínan frá Ikea leit fyrst dagsins ljós árið 2012.
Sinnerlig vörulínan frá Ikea leit fyrst dagsins ljós árið 2012. mbl.is/Ikea

Ikea aðdá­end­ur mega leggja vel við hlust­ir, því sænski hús­gagnaris­inn hef­ur snúið aft­ur með eina af sínu vin­sæl­ustu vör­um. 

Það muna ef­laust marg­ir eft­ir vöru­lín­unni Sinnerlig, sem lét dags­ins ljós árið 2012 og var hönnuð af Ilse Craw­ford fyr­ir Ikea. Vöru­lín­an sam­an­stóð upp­haf­lega af hús­gögn­um úr korki, þar á meðal bekkj­um og borðum. Eins var borðstofu­ljós úr bambus sem til­heyrði lín­unni, en ljósið er það eina sem eft­ir stóð og varð áfram í sölu. Og nú er kom­in minni út­gáfa af ljós­inu sem sóm­ar sér vel yfir nátt­borðinu, eða nokk­ur sam­an yfir borðstofu­borðinu ef því er að skipta. 

mbl.is/​Ikea
mbl.is/​Ikea
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert