„Öfgarnar endast ekki hjá neinum"

Kolbrún Ýr Arnardóttir, heldur úti síðunni Ketó þjálfun.
Kolbrún Ýr Arnardóttir, heldur úti síðunni Ketó þjálfun. mbl.is/Birkisson

Kol­brún Ýr Árna­dótt­ir stend­ur á bak við síðuna Ketó þjálf­un, þar sem hún deil­ir góðum ráðum og upp­skrift­um. Við feng­um Kol­brúnu til að gefa okk­ur nokk­ur gull­ráð til að fara eft­ir þenn­an janú­ar­mánuðinn - svona þegar við þurf­um mest á hvatn­ing­unni að halda.

Mik­il­vægt að staldra við
“Það er mjög al­gengt að fólk fari ‘all-in’ í þess­um mánuði, en öfg­ar hafa aldrei enst hjá ein­um né nein­um - því mæli ég ekki með því að mæta í rækt­ina 6-7 sinn­um í viku og vera á safa­kúr í mánuð eða álíka. Það þurfa all­ir að nær­ast vel og þá er gott að velja góða nær­ingu sem held­ur blóðsykr­in­um stöðugum”, seg­ir Kol­brún.

Kol­brún seg­ir að dag­leg hreyf­ing sé frá­bær, en hún þurfi ekki að ger­ast inn­an veggja lík­ams­rækt­ar­stöðvar. “Ef þú er að byrja aft­ur eft­ir að hafa dottið út, þá er frá­bært að byrja á 20-30 mín­útna göngu­túr­um. Ég mæli með að staldra aðeins við og hugsa, hvað er ég til­bú­in/​n að gera, standa við það og end­ast”, seg­ir Kol­brún.

Upp­skrift­irn­ar henta öll­um á heim­il­inu
Kol­brún seg­ir að flest­ar upp­skrift­irn­ar á síðunni henn­ar séu þannig að það megi aðlaga þær að lág­kol­vetna eða ketó - og því ættu all­ir á heim­il­inu að geta borðað sömu máltíðina. “Á mínu heim­ili eru ung­ling­arn­ir mín­ir ekki á lág­kol­vetna eða ketó, og þá bæti ég oft við hjá þeim kart­öfl­um, pasta, hrís­grón­um eða sæt­um kart­öfl­um þar sem hent­ar - en í grunn­inn borðum við öll það sama”, seg­ir Kol­brún.

Að sögn Kol­brún­ar, þá er und­ir­bún­ing­ur­inn lyk­ill­inn að góðu gengi. Og deil­ir hér nokkr­um góðum ráðum til að auðvelda að byrja á lág­kol­vetna mataræði eða ketó..

  • Eldið t.d. heil­an poka af kjúk­linga­bring­um og setjið helm­ing­inn inn í frysti. Þá átt þú alltaf til eldaða kjúk­linga­bringu og ert enga stund að skella í sal­at, eða skera niður í strimla og taka með sem milli­mál. 
  • Eldið nokk­ur egg í einu. Egg geym­ast í allt að 5 daga inni í ís­skáp - og því auðvelt að grípa með sér.
  • Gott að eiga avoca­do frosið því að leit­in að hinu full­komna ferska avoca­do geng­ur oft erfi­lega hér á Ísland­inu góða. Það er enga stund að þiðna og auðvelt að bæta því við í sal­atið - stút­fullt af hollri fitu og trefj­um. 
  • Í dag er til heill hell­ing­ur af lág­kol­vetna brauðum til­bún­um í versl­un­um sem auðvelda lífið mjög mikið, en neyta þarf þeirra í hófi - því að þau inni­halda hveiti afurðir. Mun­um að við ætl­um að halda okk­ur í kring­um 20 grömm­um af kol­vetni á dag og þá er bara að taka þessi kol­vetni með inn í reikn­ing­inn. Bara hugsa um, ‘hvernig kem­ur dag­ur­inn minn út í heild­in­a’? Brauðin skemm­ast fljótt og mæli ég með að geyma þau í frysti. Hafið í huga að hver sneið af flest­um þess­um búðarkeyptu brauðum inni­halda um 2,5 gr. kol­vetni per sneið.
  • Þegar maður er að byrja að læra að pæla í hvort séu kol­vetni í hinum og þess­um vör­um er mjög gott að “trakka” eða skrá niður hvað maður borðar yfir dag­inn. T.d. eru öpp­in myfit­n­ess pal og carb mana­ger mjög góð, per­sónu­lega er ég mun hrifn­ari af myfit­n­ess pal, því þar er mun stærri gagna­grunn­ur og hell­ing­ur af ís­lensk­um vör­um á skrá.
  • Það er alls ekki nauðsyn­legt að borða t.d. milli­mál. Ef þú ert ekki svöng/​svang­ur þá færðu þér ekki að borða. Nauðsyn­legt er þó að borða alla­vega tvær máltíðir á dag.
  • Þegar við erum að bæta svona mik­illi fitu við fæðuna okk­ar og tak­marka kol­vetn­in þá erum við að láta lík­amann skipta um orku­gjafa, hætta nota kol­vetni sem orku og láta hann nýta fitu sem orku og þá fer hann að brenna eig­in fitu = fita brenn­ir fitu.
  • Mjög gott að byrja alla daga á 1 msk. af lýsi (ég vel með sítr­ónu­bragði), það er okk­ur lífs­ins nauðsyn­legt hér á ís­landi - stút­fullt af hollri fitu og D víta­míni sem við þurf­um. Þar að auki frá­bær fitu­gjafi! 1 msk. af lýsi er ca. 10 gr. af fitu. Einnig er Krill olí­an frá Artas­an al­veg frá­bær Omega-gjafi og er í perlu­formi.
  • Taka út all­an aug­ljós­an syk­ur, hveiti, sterkju og ávexti (má stöku jarðaber,blá­ber,bróm­ber).
  • Ekki of­hugsa þetta, “keep it simple”.

Full­kom­inn biti eða milli­mál í boði Kol­brún­ar

Tún­fisksal­at
Búðu til þitt eigið sal­at eða kaupa til­búið. Skerðu niður græna papriku í báta og fylltu tvo báta með tún­fisksal­ati eða því mæj­ónessal­ati sem þér finnst gott. 

Ostasnakk
Skerið niður ostsneiðar og raðið á bök­un­ar­papp­ír. Bakið í ofni í 8 mín­út­ur þar til ost­ur­inn fer að búbbla. Gott að gera heila ofn­plötu í einu og geyma í boxi inni í ís­skáp, þá má grípa í þegar nart þörf­in kem­ur - ef hún kem­ur. Þetta er líka gott að brytja niður og setja í ferskt sal­at með matn­um, gef­ur pínu kröns. Eins er til til­búið ostasnakk frá Lava cheese, en það er mun ódýr­ara að út­búa sjálf­ur. 

Ann­ars­kon­ar snakk­bit­ar sem gott er að grípa í

  • 2 harðsoðin egg og ½ avoca­do, salt+pip­ar og góð ólífu­olía.
  • 2 harðsoðin egg og kaví­ar í túpu.
  • Osta og skinku vindl­ar. Rúlla upp ostsneið og skinku/​salami/​chorizo.
  • Sell­e­rí og humm­us/​mæj­ónessal­at.
  • The Keto soup, gott að eiga einn pakka í vinn­unni, þá er alltaf hægt að grípa í hann.
  • Tvær sneiðar af ham­borga­hrygg (þykku) til í áleggs deild­inni í Bón­us og t.d aspassal­at með. 
  • Aspassal­at: 1 dós grænn asp­as, ca .2 msk. maj­ónes og smá arom­at krydd.
  • Skera niður græn­meti með púrr­lauksí­dýfu.
  • Púrr­lauksí­dýfa: ½ L AB mjólk, 1 pakki púr­laukssúpa frá Toro.
  • Keto bar frá t.d. Good Good/​Bare­bell.

Að lok­um spyrj­um við Kol­brúnu hvort hún sakni ein­hvers - t.d. fajitas eða taco? “Ég hef keypt lág­kol­vetna vefj­ur frá lowcarb.is og tekið með mér á vefjustað. Beðið eld­húsið um að út­búa vefj­una í mína vefju og það hef­ur aldrei verið vanda­mál. Lausn­irn­ar eru þarna úti”, seg­ir Kol­brún að lok­um og þeir sem vilja fylgj­ast með Ketó þjálf­un á sam­fé­lags­miðlum geta gert það HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert