Er þessi pottur algjör snilld eða hreinasti óþarfi? Hér verður hver að dæma fyrir sig, en þú getur í það minnsta eldað tvöfalt ef svo mætti segja.
Hér um ræðir pott sem ber kannski ekki mikið yfir sér, en býr yfir þeim gæðum að geta eldað tvo rétti í sama pottinum - þar sem hann er hólfaskiptur. Potturinn er úr ryðfríu stáli og hentar á allar eldavélar og helluborð (fyrir utan gas). Í pottinum eru tvö hólf sem gera þér kleift að matreiða tvo ólíka rétti á sama tíma, án þess að þeir komi í snertingu við hvorn annan. Þessi stórfína vara, þykir henta einstaklega vel til að matreiða asíska rétti og hægt er að bera pottinn beint á borðið ef því er að skipta. Fyrir áhugasama, þá kostar potturinn um 12 þúsund krónur og fæst HÉR.