Svona þrífa sumir sturtuna sína

Ljósmynd/Colourbox

Við erum til í allt sem aðveld­ar okk­ur lífið - og þar með talið þetta hús­ráð sem við fram­kvæm­um í sturtu.

Til eru svo­kallaðir uppþvotta­burst­ar sem þú fyll­ir af sápu og hann skammt­ar þér jafn óðum eft­ir því sem þú þarft af sápu til að þvo upp leirtauið. En slík­ir burst­ar hafa þótt afar vin­sæl­ir síðustu miss­eri og svo nyt­sam­ir að þú get­ur tekið þá með þér í sturtu. Glögg­ir sér­fræðing­ar þarna úti mæla með að nýta ferðina á meðan þú sturt­ar þig og vatnið er hvort eð er að renna niður vegg­ina. Því er upp­lagt að bursta vegg­ina í leiðinni og gera hús­verk sam­hliða sturtu­ferðinni. En það þarf vart að taka fram að hér er þó mælst með að nota ann­an bursta en þann sem þú þværð upp leirtauið með. 

Uppþvottabursti með sápuskammtara er hreinasta snilld.
Uppþvotta­bursti með sápu­skammt­ara er hrein­asta snilld. mbl.is/​Shutter­stock_Ilike
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert