Sigurjón Bragi keppir í Bocuse d’Or

Það er komið að virt­ustu mat­reiðslu­keppni heims: Bocu­se d’Or en keppni hefst form­lega á morg­un, sunu­dag­inn 22. janú­ar og stend­ur í tvo daga.

Keppn­in fer fram í Lyon í Frakklandi og það er Sig­ur­jón Bragi Geirs­son sem kepp­ir fyr­ir hönd Íslands. Í keppn­inni etja full­trú­ar 24 þjóða kappi en fyrst þarf að fara í gegn­um for­keppni í sinni heims­álfu til að öðlast keppn­is­rétt.

Sig­ur­jón Bragi sigraði keppn­ina um Kokk árs­ins árið 2019 og náði 5 sæti í und­and­keppni Bocu­se d’Or sem hald­in var í Búdapest í októ­ber. Und­ir­bún­ing­ur hef­ur staðið yfir mánuðum sam­an en þjálf­ari Sig­ur­jóns Braga er Sig­urður Laufal sem keppni fyr­ir Íslands hönd í keppn­inni árið 2013 og 2021. Aðstoðarmaður Sig­ur­jóns Braga er Guðmund­ur Bend­er.

Sig­ur­jón Bragi er fjórði kepp­and­inn inn í eld­húsið á mándu­dag­inn og hef­ur keppni klukk­an 08:52 að staðar­tíma. Þarf hann að reiða fram þrjá rétti á disk sem verða all­ir að inni­halda grasker og síðan fisk­rétt sem þarf að inni­halda skötu­sel, hörpu- og bláskel.

Rétt­irn­ir þrír verða born­ir á borð fyr­ir dóm­nefnd­ina kl. 13:39 og fisk­rétt­ur­inn á tima kl. 14:14 að ís­lensk­um tíma.

Hvert þátt­tök­u­land á full­trúa í dóm­arat­eymi Bocu­se d’Or og mun Friðgeir Ei­ríks­son dæma fyr­ir hönd Bocu­se d´Or aka­demí­unn­ar á Íslandi. Seinni part mánu­dags munu úr­slit­in liggja fyr­ir. Bocu­se d’Or aka­demí­an á Íslandi er hóp­ur fyrr­ver­andi kepp­enda sem held­ur utan um þátt­töku Íslands í keppn­inni.

Góður ár­ang­ur ís­lenskra kepp­enda

Keppn­in Bocu­se d’Or hef­ur verið hald­in síðan 1987 en fyrsti ís­lenski kepp­and­inn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birg­is­son og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslend­ing­ar ávallt verið í tíu efstu sæt­un­um en best­um ár­angri náði Há­kon Már Örvars­son árið 2001 og Vikt­or Örn Andrés­son árið 2017 náðu þeir báðir í bronsverðlaun.

Fjöldi Íslend­inga mun fylgja Sig­urði til Lyon og hvetja hann til dáða! Hægt verður að fylgj­ast með keppn­inni á vefsíðu henn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert