Nýjasta matartrendið er býsna geggjað

Bakað salat er nýjasta matartrendið á TikTok.
Bakað salat er nýjasta matartrendið á TikTok. mbl.is/Shutterstock / MateuszSiuta

Bakað og sal­at, eru ekki orð sem við erum vön að heyra sett sam­an - en það er nýj­asta mat­artrendið ef marka má frétt­ir á sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok. 

Heitt sal­at hef­ur sjald­an heillað, en það þykir óhemju ljúf­fengt þegar þú bland­ar því sam­an við bakað græn­meti og korn­vör­ur. Hér um ræðir sal­at sem ætti að ylja mann­skapn­um á köld­um vetr­ar­dög­um. Hug­mynd­in er að blanda sam­an ólíku káli, græn­meti, ristuðum korn­vör­um og fræj­um og bera fram með volgri dress­ingu á borð við sítr­ónu­dress­ingu eða bal­sa­mik edik. En þess má geta að Róm­verj­ar hituðu sal­at fyr­ir þúsund­um árum síðan, og hef­ur upp­skrift að slíku fund­ist frá ár­inu 1390. Róm­verj­ar voru að öll­um lík­ind­um þeir fyrstu til að rækta græn­meti eins og nafnið á nafnið á kál­inu 'Romaine lettuce' gef­ur að kynna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert