TikTok bjargaði veitingastað fjölskyldunnar

Taco staðurinn sem fékk ómælda athygli á samfélagsmiðlinum TikTok.
Taco staðurinn sem fékk ómælda athygli á samfélagsmiðlinum TikTok. mbl.is/Taco-Bout-Joy’s_Facebook

Sam­fé­lags­miðlar hafa sýnt og sannað að þeir geta svo sann­ar­lega haft já­kvæð áhrif. 

Kona nokk­ur að nafni Isa­bel Mil­an náði að bjarga Taco-veit­ingastað móður sinn­ar al­veg óvart þegar hún birti mynd­band á TikT­ok þar sem hún óskaði þess að hún gæti fært mömmu sinni fleiri viðskipta­vini. Mynd­bandið sýn­ir móður Isa­bel sitja á tóm­um veit­ingastaðnum - hrein­lega að bíða eft­ir að ein­hver gengi inn.

Mynd­bandið fór eins og eld­ur í sinu um ver­ald­ar­vef­inn og hef­ur verið horft á það yfir 40 millljón sinn­um auk þess sem þúsund­ir at­huga­semda hafa borist frá taco-hungruðum aðdá­end­um sem vilja vita meira. Síðan þá hef­ur tacostaður­inn ‘Taco-Bout-Joy’ verið svo yf­ir­full­ur af nýj­um viðskipta­vin­um, að sækja þurfti liðsauka frá vin­um og vanda­mönn­um.

Við get­um ekki annað en glaðst yfir góðum frétt­um sem þess­um og erum sann­færð um að miðlar eins TikT­ok haldi áfram að gefa.

 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert