Poppmaðurinn er mættur og slær öllu út af borðinuLeyndarmálið á bak við hið fullkomna bíópopp

Heimagert poppkorn úr smiðju leikkonunnar Gwyneth Paltrow.
Heimagert poppkorn úr smiðju leikkonunnar Gwyneth Paltrow. mbl.is/goop.com

Mörg okkar leggjum leið okkar í bíó til þess eins að fá okkur popp og kók. Fæst eigum við þó kost á að bragða á poppi sem þessu.

Gleymið Salt Bae, því poppmaðurinn er mættur í öllu sínu veldi og handleikur popp eins og fagmaður.

Jason Grosboll er eflaust fyrsta manneskjan sem ratar í samfélagsmiðlana fyrir það eitt að mastera fullkomið magn af smjöri í poppið - en hann starfar í bíóhúsi í Texas. Hann er svo góður að hann hefur fengið myllumerkið ‘Popcorn Guy’ en hann er með yfir tíu ára reynslu í því sem hann gerir.

Hann byrjar á því að fylla fötu til hálfs af poppkorni og hellir því næst smjöri yfir - snýr fötunni örlítið og fyllir hana að nýju. Þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel hefur ekki bara fengið Jason til sín í þáttinn, því hann hefur einnig boðið honum að koma fram á Óskarsverðlaunahátíðinni - og þá ertu svo gott sem búinn að stimpla þig rækilega inn á meðal stjarnanna.  



Poppmaðurinn er að slá í gegn!
Poppmaðurinn er að slá í gegn! mbl.is/Jimmy Kimmel Live
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka