Svona er best að geyma egg

Brún og hvít egg - bæði betri.
Brún og hvít egg - bæði betri. mbl.is/Getty images

Hvar og hvernig áttu ná­kvæm­lega að geyma egg­in þín, það virðist vera ein af stóru ósvöruðu spurn­ing­um lífs­ins - eða hvað?

Okkk­ur heyr­ist sem heim­ur­inn skipt­ist í tvennt er svara á þess­ari spurn­ingu. Því í Bretlandi finn­ur þú egg­in í hill­um stór­markaða, oft­ast hjá bök­un­ar­vör­un­um. Á meðan hinum meg­in við Atlants­hafið og í Banda­ríkj­un­um, þá eru egg geymd í kæli.

Kokk­ur að nafni James Mart­in hef­ur kastað orði inn umræðuna - en hann vill meina að við ætt­um aldrei að geyma egg inn í ís­skáp. Því vegna áferðar­inn­ar á skurn­in­um, þá draga þau allt um­fram bragð úr kæl­in­um til sín.

Eggja­sér­fræðing­ar eru þó á öðru máli, því þeir vilja meina að best sé að geyma egg í kæli til að viðhalda jöfnu hita­stigi - þannig hald­ast egg­in fersk­ari. Það má einnig frysta egg, þá ber þó að slá egg­inu út áður en þú set­ur það í frysti - því ekki er ráðlagt að frysta eggja­skurn­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert