Gatorade komið í orkudrykkjabransann

Nýr orkudrykkur hefur litið dagsins ljós frá Gatorade.
Nýr orkudrykkur hefur litið dagsins ljós frá Gatorade. mbl.is/Gatorade

Það er nokkuð ljóst að orku­drykk­ir hafa slegið öll met í vin­sæld­um síðustu miss­eri og nú bæt­ist Gatorade í hóp­inn.

Gatorade hef­ur tekið ábend­ing­unni um að hella koff­íni út í blönd­una sína og bjóða neyt­end­um upp á drykk sem örv­ar tauga­kerfið og inni­held­ur 200 mg af koff­íni. Drykk­ur­inn er sá allra fyrsti á þeirra snær­um og kall­ast „Fast Twitch“ - og var þróaður í sam­starfi við NFL íþrótta­sér­fræðinga. Drykk­ur­inn mun vera fá­an­leg­ur í ýms­um bragðefn­um á við, Cool Blue, Glacier Freeze, Straw­berry Water­melon, Straw­berry Lemona­de, Orange og Tropical Mango.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert