Lekkerasti eftirréttur síðari ára

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér erum við með hreint ótrú­leg­an eft­ir­rétt úr smiðju Berg­lind­ar Hreiðars á Gotteri.is sem ætti að gera allt vit­laust við mat­ar­borðið.

Lekkerasti eftirréttur síðari ára

Vista Prenta

Ostakaka með kara­mellu­keim

Upp­skrift dug­ar í 8-10 glös eft­ir stærð

Botn

  • 300 g Noir-kex frá Frón (1½ pakki)
  • 50 g brætt smjör

Aðferð:

  1. Setjið kexið í bland­ar­ann og maukið þar til áferðin minn­ir á sand.
  2. Hellið kex­inu í skál og blandið bræddu smjör­inu sam­an við með sleikju.
  3. Skiptið kexblönd­unni á milli glas­anna og kælið áður en osta­köku­fyll­ing­in fer yfir.

Osta­köku­fyll­ing

  • 400 g rjóma­ost­ur við stofu­hita
  • 150 g syk­ur
  • 100 g flór­syk­ur
  • Fræ úr einni vanillu­stöng
  • 180 g hnetu- og kara­mellujóg­úrt (1 dós)
  • 400 ml þeytt­ur rjómi

Aðferð:

  1. Þeytið rjóma­ost, syk­ur, flór­syk­ur og fræ úr vanillu­stöng sam­an í hræri­vél­inni þar til létt og slétt blanda hef­ur mynd­ast.
  2. Vefjið þá jóg­úrt og þeytt­um rjóma var­lega sam­an við blönd­una með sleikju og skiptið á milli glas­anna, sléttið úr eins og unnt er.
  3. Kælið áður en þið toppið með kara­mellu og skrauti.

Kara­mella og topp­ur

  • 150 g rjómak­ara­mell­ur
  • 100 ml rjómi
  • kara­mellu­kúl­ur
  • fersk blóm

Aðferð:

  1. Bræðið sam­an kara­mell­ur og rjóma þar til slétt kara­mellusósa hef­ur mynd­ast, takið af hell­unni og leyfið að ná stofu­hita.
  2. Setjið um eina mat­skeið af kara­mellusósu yfir hverja osta­köku og skreytið með kara­mellu­kúl­um og fersk­um blóm­um.
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka