Besta ráðið til að halda rúminu hreinu

Ljósmynd/Pexels/Ketut Subiyanto

Víða á heimilum er bannað að hoppa í rúminu, en uppátækið gæti hjálpað þér til við þrifin. 

Hversu oft höfum við beðið gemlingana að hætta að hoppa í rúminu  þá sérstaklega þegar við höfum nýlokið við að setja hreint á rúmið. Kannski er besta ráðið að leyfa krökkunum að hoppa á dýnunni eftir allt saman, því Mary Findley hjá Go Clean heldur því fram að við eigum að sleppa þeim lausum. Hún mælir þó með að hafa ekkert lak og engar sængur á meðan þau leika sér. Með því að þrýsta á dýnuna af krafti losnar um ryk sem hefur náð að grúfa sig niður. Eftir stuttan hopp-leik dregurðu fram ryksuguna og lætur hana klára verkið fyrir þig  þá er dýnan orðin svo til „rykfrí“ og hægt að setja hreint á sængurnar. 

Það má hoppa í rúminu á þessu heimili.
Það má hoppa í rúminu á þessu heimili. mbl.is/Shutterstock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka