Besta ráðið til að halda rúminu hreinu

Ljósmynd/Pexels/Ketut Subiyanto

Víða á heim­il­um er bannað að hoppa í rúm­inu, en uppá­tækið gæti hjálpað þér til við þrif­in. 

Hversu oft höf­um við beðið gem­ling­ana að hætta að hoppa í rúm­inu  þá sér­stak­lega þegar við höf­um ný­lokið við að setja hreint á rúmið. Kannski er besta ráðið að leyfa krökk­un­um að hoppa á dýn­unni eft­ir allt sam­an, því Mary Findley hjá Go Cle­an held­ur því fram að við eig­um að sleppa þeim laus­um. Hún mæl­ir þó með að hafa ekk­ert lak og eng­ar sæng­ur á meðan þau leika sér. Með því að þrýsta á dýn­una af krafti losn­ar um ryk sem hef­ur náð að grúfa sig niður. Eft­ir stutt­an hopp-leik dreg­urðu fram ryk­sug­una og læt­ur hana klára verkið fyr­ir þig  þá er dýn­an orðin svo til „ryk­frí“ og hægt að setja hreint á sæng­urn­ar. 

Það má hoppa í rúminu á þessu heimili.
Það má hoppa í rúm­inu á þessu heim­ili. mbl.is/​Shutter­stock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert