Heilsurétturinn sem tryllir bragðlaukana

Bygg salat með edamame baunum.
Bygg salat með edamame baunum. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Við höld­um áfram að bæta við okk­ur upp­skrift­um að bragðgóðum salöt­um. Hér bjóðum við upp á byggsal­at með eda­ma­mebaun­um, avóka­dó, pist­así­um og ljúf­fengri dress­ingu. Full­komið til að taka með í vinn­una og njóta í há­deg­inu, að sögn Hild­ar Rut­ar sem á heiður­inn af upp­skrift­inni.

Heilsurétturinn sem tryllir bragðlaukana

Vista Prenta

Byggsal­at með ljúf­fengri dress­ingu (fyr­ir einn)

  • 2 dl eldað bygg
  • 2 dl smátt skorið sal­at
  • 1 dl frosn­ar eda­ma­mebaun­ir
  • Krydd: cayenn­ep­ip­ar, hvít­lauks­duft, salt og pip­ar
  • 1-2 msk. smátt skor­inn vor­lauk­ur
  • 1 dl gúrka, smátt skor­in
  • 1/​2 dl tóm­at­ar, smátt skorn­ir
  • 1/​2 avóka­dó, smátt skorið
  • 1 dl par­mesanost­ur
  • Toppa með pist­así­um og spír­um

Dress­ing:

  • 1 msk. safi úr sítr­ónu
  • 1 msk. app­el­sínusafi (má sleppa og setja 1 msk safa úr sítr­ónu í staðinn)
  • 2 msk. ólífu­olía
  • 1/​4 tsk. salt
  • 1/​4 tsk. pip­ar
  • 1/​4 tsk. hvít­lauks­duft
  • 1/​4 tsk. lauk­duft

Aðferð:

  1. Sjóðið bygg eft­ir leiðbein­ing­um á pakkn­ingu (mæli með að gera mikið í einu og nota í fleiri rétti).
  2. Steikið eda­ma­mebaun­irn­ar upp úr ólífu­olíu og kryddið eft­ir smekk.
  3. Skerið smátt sal­at, tóm­ata, gúrku, vor­lauk og avóka­dó.
  4. Blandið öllu sam­an í dress­ing­una.
  5. Blandið öll­um hrá­efn­un­um sam­an og njótið.
mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert