McDonald's verður grænni

Ljósmynd/Shutterbox

Við sjá­um dag­lega hvernig fyr­ir­tæki taka skref í að reyna bæta sig í um­hverf­is­mál­um – og þar er skyndi­bita­keðjan McDon­ald's eng­in und­an­tekn­ing.

Í ein­staka borg­um í Banda­ríkj­un­um hef­ur McDon­ald's tekið upp nýja stefnu með rör­laus lok – en fyr­ir­tækið hætti al­farið með plaströr fyr­ir ein­hverj­um miss­er­um síðan, og próf­ar sig nú áfram með nýj­um lausn­um. Allt til þess eins að gera umbúðirn­ar sín­ar um­hverf­i­s­vænni og draga úr sóun.

Svona líta nýju lokin út hjá McDonalds.
Svona líta nýju lok­in út hjá McDon­alds. mbl.is/​McDon­alds

Lít­ill flipi

Nýju lok­in eru með litl­um flipa til að koma í veg fyr­ir að drykk­ur­inn skvett­ist upp úr. Til þess að drekka úr lok­inu, verður að draga flip­ann aft­ur og rífa upp lítið op – eða svipuð hug­mynd sem Star­bucks hef­ur verið að not­ast við síðustu þrjú árin, ef ein­hver kann­ast við kaffi­boll­ana þar.

McDon­ald's setti sér það mark­mið árið 2018 að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda frá skrif­stof­um sín­um og veit­inga­stöðum um 36% á milli ár­anna 2015 og 2030. Árið 2021 skipti keðjan út nokkr­um af Happy Meal-plast­leik­föng­um sín­um fyr­ir 3-D papp­írs­bund­in leik­föng sem viðskipta­vin­ir geta sett sam­an sjálf­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert