Nei, hættu nú alveg Berglind!

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Það er svo gott að geta gripið í sæt­indi í holl­ari kant­in­um þegar sæt­indaþörf­in kall­ar. Hér eru á ferðinni guðdóm­lega mjúk­ar döðlur fyllt­ar með hnetu­smjöri og stökkri möndlu. Upp­skrift­in er mögu­lega ein sú besta sem við höf­um smakkað og við hvetj­um ykk­ur svo sann­ar­lega til að prófa!

Það er meist­ari Berg­lind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiður­inn að upp­skrift­inni.

Nei, hættu nú alveg Berglind!

Vista Prenta

Holl­ar nammi­döðlur 

30 bit­ar

  • 30 stk. fersk­ar döðlur
  • Um 180 g gróft hnetu­smjör
  • 30 stk. Til ham­ingju möndl­ur í hýði
  • 80 g dökkt súkkulaði
  • Saxaðar Til ham­ingju pist­asíu­hnet­ur
  • Saxaðar Til ham­ingju möndl­ur í hýði
  • Til ham­ingju gróft kó­kos­mjöl

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera rauf í döðlurn­ar og fjar­lægja stein­inn.
  2. Hrærið hnetu­smjörið upp og skiptið á milli daðlanna. Gott er að nota sprautu­poka en klippa ágæt­lega stórt gat á end­ann.
  3. Stingið næst einni möndlu ofan í hnetu­smjörið á hverri döðlu, allt í lagi þó það sjá­ist í möndl­una, bara að hún fest­ist.
  4. Stingið í frysti á meðan annað er und­ir­búið.
  5. Saxið niður pist­asíu­hnet­ur og möndl­ur og bræðið dökka súkkulaðið.
  6. Takið döðlurn­ar úr fryst­in­um, rennið súkkulaði yfir þær og stráið næst söxuðum hnet­um, möndl­um og kó­kos­mjöli yfir þær til skipt­is.
  7. Geymið í kæli eða frysti og njótið þegar sæt­indaþörf­in kall­ar.
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka