Uppskriftin sem á eftir að breyta lífi ykkar

Ljósmynd/María Gomez

Hér er á ferðinni ein galn­asta sam­setn­ing sög­unn­ar að því virðist en þið eigið sann­ar­lega gott í vænd­um. Hér er meist­ari María Gomez á Paz.is á ferðinni með dýr­ind­is anda­læri sem hún ber fram á vöfflu.

Uppskriftin sem á eftir að breyta lífi ykkar

Vista Prenta

Anda­læri á vöfflu með hrásal­ati og hois­in sósu

María mæl­ir með að við fram­kvæm­um í þess­ari röð: 1. Vöfflu­deig, 2. Önd­ina í ofn­inn, 3. Hrásal­at meðan önd­inn er í ofn­in­um, 4. Baka vöffl­urn­ar þegar 5 mín eru eft­ir af önd­inni í ofn­in­um. 

Vöfflu­deig 

  • 250 g hveiti
  • 50 g gróf­ur hrá­syk­ur frá Dan sukk­er (mik­il­vægt að nota þenn­an til að gera þær stökk­ar) 
  • 150 g bráðið smjör 
  • 10-12 g þurr­ger 
  • 1 egg 
  • 1/​2 tsk. fínt borðsalt 
  • 210 g volg mjólk 
  • Meiri hrá­syk­ur frá Dan sukk­er til að sáldra yfir deigið í járn­inu eða jafn­vel perlu­syk­ur ef þið eigið (út­skýri seinna) 

Öndin 

  • 1 dós af anda­lær­um 
  • Salt og pip­ar 
  • Til­bú­in Hois­in sósa úr búð 
  • 1/​2 dl hlyns­íróp 

Hrásal­atið

  • 1/​4 part­ur af hvít­káls­haus 
  • 3 meðal­stór­ar gul­ræt­ur 
  • 1 gult epli 
  • 1 dl maj­ónes en ég nota alltaf frá Heinz í svona sós­ur en það er bara laaaan­best og svo silkimjúkt 
  • 1 stk. þroskað avóka­dó eða um 120 gr 
  • 2 mar­in hvít­lauksrif 
  • 1 msk. nýkreyst­ur app­el­sínusafi
  • salt og pip­ar 

Kletta­sal­at til að setja svo ofan á vöffl­una

Vöfflu­deig 

  1. Setjið öll þur­refni sam­an í skál og hrærið með skeið eða sleif (setja líka þurr­gerið hér með) 
  2. Bætið næst við volgri mjólk­inni og egg­inu
  3. Hrærið vel sam­an með sleif og setjið svo bráðið smjörið út í og hrærið þar til það er komið vel inn í deigið, en deigið er ekki eins og hefðbundið fljót­andi vöfflu­deig held­ur meira eins og þunnt brauðdeig og þannig á það að vera
  4. Breiðið stykki yfir skál­ina og setjið á volg­an stað og leyfið deig­inu að hef­ast meðan önd og hrásal­at er út­búið 

Öndin 

  1. Hitið ofn­inn á 190-200 °C und­ir og yf­ir­hita án blást­urs 
  2. Gott er að láta heitt vatn renna í smá­tíma á lokaða dós­ina áður en lær­in eru tek­in úr henni
  3. Opnið dós­ina var­lega og ef þið hafið látið heitt vatn renna á dós­ina ætti fit­an að vera orðin fljót­andi og þá er gott að taka lær­in bara beint upp úr og setja í eld­fast mót, ef fit­an er enn þykk og óbráðin þá skola ég ögn lær­in und­ir volgu vatni til að ná sem mest af fit­unni af þeim áður en ég set þau í mótið
  4. Saltið og piprið létt og pennslið létt með Hois­in sósu
  5. Bakið í ofn­in­um í 25-30 mín en lær­in er fullelduð fyr­ir svo hér er í raun bara verið að hita þau upp og ná fram stökkri húð, gott er að hafa þau á grilli síðustu 2-3 mín­út­urn­ar 

Hrásal­atið

  1. Setjið ávóka­do, maj­ónes og app­el­sínusafa ásamt hvít­lauksrif­um sam­an í bland­ara og maukið þar til verður að kekkjalausri silkimjúkri sósu 
  2. Skerið hvít­kálið í örþunn­ar ræm­ur, mér finnst best að skera það með hníf en það má líka rífa það í rif­járni 
  3. Flysjið gul­ræt­ur og skrælið eplið og skerið bæði gul­ræt­ur og epli í þunn­ar lengj­ur með flysj­ara
  4. Setjið næst maj­ónessós­una í skál og græn­metið ásamt epl­inu út í og hrærið vel sam­an og saltið ögn og piprið,  kælið meðan anda­lær­in eru í ofn­in­um 

Sam­setn­ing 

  1. Þegar fimm mín­út­ur eru eft­ir af lær­un­um í ofn­um bakið þá  vöffl­urn­ar í belg­ísku vöfflu­járni (stráið smá perlu­sykri eða hrá­sykri yfir hverja vöfflu áður en þið lokið járn­inu) og  passið að baka þær nógu lengi svo þær verði stökk­ar og setjið á grind 
  2. Hrærið 1,5 dl af Ho­is­insósu sam­an við 0,5 dl af hlyns­írópi, hrærið vel sam­an og hitið í ör­bylgju­ofni í 30-40 sek­únd­ur 
  3. Rífið anda­lær­in niður með gaffli 
  4. Setjið svo á heita vöffl­una hrásal­at neðst, anda­læri ofan á og dreifið svo heitri Hois­in/​hlyns­íróp sós­unni yfir lær­in og toppið með kletta­sal­ati 
Ljós­mynd/​María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert