Hylli til elstu hefðar í Asíu

Nýju ljósin frá Normann Copenhagen koma í sex mismunandi útfærslum.
Nýju ljósin frá Normann Copenhagen koma í sex mismunandi útfærslum. mbl.is/Normann Copenhagen

Það eru fag­ur­ker­arn­ir hjá Normann Copen­hagen sem senda frá sér ný ljós og lampa - inn­blásið af einni elstu lampa­gerð í Asíu, eða ljós sem fram­leidd eru úr pappa. 

Nýja vöru­lín­an kall­ast 'The Puff Lamp' og er sam­an­safn af sex mis­mun­andi ljós­um, þá borð-, stand- og loftlömp­um úr svo­kölluðum hrís­grjónapapp­ír. En slík­ir pappa­skerm­ar hafa prýtt musteri og sali í hundruði ára. Við sjá­um vel fyr­ir okk­ur slík ljós hanga yfir stóru borðstofu­borði eða inn á smart veit­ingastað, hót­eli eða öðrum smekk­leg­um rým­um. 

mbl.is/​Normann Copen­hagen
mbl.is/​Normann Copen­hagen
mbl.is/​Normann Copen­hagen
mbl.is
Fleira áhugavert