Dagatölin sem þykja þau allra flottustu

Daga­töl­in frá Kontor og Snæfríð og Hildigunni hafa und­an­far­in ár aflað sér mik­illa vin­sælda meðal fag­ur­kera og smekk­fólks al­mennt þar sem þau eru ein­stak­lega fög­ur.

Bæði er um að ræða mynd­ir - með afar skemmti­leg­um mat­væl­um á - og síðan rifda­ga­tal þar sem hug­mynd­in er að einn dag­ur sér rif­inn af í einu.

Ávaxta­daga­töl­in eru hönnuð af Kontor Reykja­vík, sér­prentuð á Íslandi á vandaðan papp­ír og koma í tak­mörkuðu upp­lagi. Þau hafa unnið til verðlauna bæði á Lúðrin­um – Íslensku aug­lýs­inga­averðlaun­un­um og FÍT, auk þess að vekja verðskuldaða at­hygli fjöl­miðla inn­an­lands sem utan, þ.á.m. hjá Design Milk sem er eitt þekkt­asta hönn­un­ar vef­tíma­rit í heimi.

Rifda­ga­talið er heimsþekkt hönn­un Snæfríð og Hildigunn­ar en rifdaga­töl­in hafa frá ár­inu 2008 og fengið fjölda viður­kenn­inga og verðlauna í gegn­um tíðina. Snæfríð og Hildigunn­ur hafa meðal ann­ars verið í sam­starfi við Hay og er daga­talið til sýn­is víða í hönn­un­ar­söfn­um, meðal ann­ars nú síðast á fasta­sýn­ingu í nýja hönn­un­arsafn­inu í Osló. 

Daga­töl­in fást í Epal en þau má skoða nán­ar HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka