Sparigrautur fyrir helgina

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

„Ég er ekki mikið fyr­ir heit­an hafra­graut þó ég þræli hon­um al­veg í mig annað slagið en það er allt aðra sögu að segja af köld­um slík­um! Ég elska nefni­lega kalda hafra­grauta með góðum toppi! Þessi hérna er al­gjör negla og kaffikeim­ur­inn í hon­um skemmti­leg til­breyt­ing,“ seg­ir Berg­lind Hreiðars á Gotteri.is um þenna snilld­argraut sem við get­um ekki beðið eft­ir að prófa. 

Sparigrautur fyrir helgina

Vista Prenta

Kaffigraut­ur

Upp­skrift dug­ar í 1 glas/​krús svo marg­faldið að vild

Kald­ur hafra­graut­ur upp­skrift

  • 40 g trölla­hafr­ar
  • 2 tsk. chia­fræ
  • 100 ml mjólk að eig­in vali
  • 20 ml kaffi (styrk­leiki eft­ir smekk)
  • 2 msk. hrein jóg­úrt
  • 1 tsk. hun­ang
  1. Hrærið öllu sam­an í glasi/​krús, plastið og geymið í ís­skáp í að minnsta kosti 4 klukku­stund­ir. Hrærið upp í grautn­um og setjið lúx­us topp ofan á (sjá að neðan).

Topp­ur

  • Um ¼ ban­ani (í bit­um)
  • 1 tsk. gróft hnetu­smjör (þykkt)
  • Ristaðar kó­kos­flög­ur
  • 1 tsk. saxað suðusúkkulaði
  • Smá kakó­duft
  • Þunnt hnetu­smjör yfir allt í lok­in (gott að nota í flösku sem hægt er að sprauta úr)
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert