Rétta aðferðin til að raða í uppþvottavélina

Mbl.is/Getty Images

Marg­ir eru þeirr­ar skoðunar að „þeirra“ aðferð að raða í uppþvotta­vél­in sé sú rétta - því öll erum við með okk­ar eig­in vana um hvernig eigi að gera hlut­ina.

Við þreyt­umst seint á því að deila með ykk­ur góðum uppþvotta­vélaráðum frá sér­fræðing­un­um þarna úti og höld­um því bara áfram.

Hér er heil­ráð frá Better Homes, hvernig best sé að raða í vél­ina, en sitt sýn­ist hverj­um.

Glös og plastílát: Glös, boll­ar, litl­ar skál­ar og annað plast sem má fara í uppþvotta­vél á að fara í efri grind­ina. Úðaarm­arn­ir í vél­inni skjóta vatns­strók­um upp á við, þannig best er að hlaða boll­um og glervör­um þar sem snúa niður á við.

Áhöld: Löng eld­húsáhöld, eins og spaðar og skeiðar, ættu að vera á hlið efri grind­ar­inn­ar.

Hnífa­pör: Öll hnífa­pör fara í áhalda­körf­una. Settu hnífa með hand­fangið upp til að skera þig ekki er þú tæm­ir vél­ina. Eins er best að blanda sam­an hníf­um, skeiðum og göffl­um í körfu­hólfin til að forðast að þau fest­ist sam­an í þvott­in­um.

Pott­ar, pönn­ur, disk­ar og skál­ar: Pott­ar, pönn­ur, skál­ar, disk­ar og aðrir stór­ir hlut­ir fara á neðstu grind­ina, að aft­an og meðfram hliðunum til að leyfa vatni að flæða frjáls­lega yfir alla hluti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert