Nýtt Opal á markað

Þau tíðindi ber­ast úr her­búðum Nóa Síríus að kom­inn sé á markað ný teg­und af Opal. Hið nýja Opal hef­ur hlotið nafnið Opal G+ og eru töfl­ur með saltlakk­rís­bragði auk þess sem þær inni­halda guar­ana, gin­seng og grænt te, sem oft eru tengd við já­kvæða eig­in­leika, auk þess að vera syk­ur­laus­ar.

„Við erum mjög spennt yfir því að bjóða Íslend­ing­um uppá þessa nýj­ung en hann fæst nú í flest­um versl­un­um lands­ins,“ seg­ir Alda Björk Lar­sen, markaðsstjóri Nóa Síríus. „Á sama tíma og Opal vörumerkið er samofið þjóðarsál­inni er það líka nýj­unga­gjarnt og því vel við hæfi að setja á markað teg­und sem inni­held­ur þessi vin­sælu bæti­efni. Saltlakk­rís­bragðið er líka ein­stak­lega gott og ekki skemm­ir fyr­ir að var­an skuli vera syk­ur­laus,“ bæt­ir Alda við og seg­ist hlakka til að sjá viðbrögð fólks við Opal G+.

Opal töfl­urn­ar hafa glatt og bætt and­rúms­loft Íslend­inga frá ár­inu 1945. Rauði og græni Opal­inn eru löngu orðnir fast­ur hluti af til­veru okk­ar og nýrri vör­ur eins og risa Opal og tví­skiptu Opal teg­und­irn­ar lífga svo sann­ar­lega upp á hvers­dags­leik­ann. Og Opal get­ur glatt okk­ur öll því flest­ar teg­und­irn­ar eru syk­ur­laus­ar auk þess sem þær eru all­ar veg­an.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert