Svakalegt súrdeigsbrauð Berglindar

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Það er fátt sem topp­ar gott súr­deigs­brauð og hér er Berg­lind Hreiðars­dótt­ir á Gotteri.is búin að gald­ara fram álegg sem tek­ur brauðið upp á næsta stig.

Svakalegt súrdeigsbrauð Berglindar

Vista Prenta

Súr­deigs­brauð með svepp­um og kota­sælu

6 litl­ar brauðsneiðar (fyr­ir 2-3 manns)

  • 6 sneiðar af súr­deigs­brauði (snittu­brauði)
  • 200 g kota­sæla (ein lít­il dós)
  • 100 g kast­an­íu­svepp­ir
  • 150 g kjúk­linga­baun­ir
  • Ólífu­olía til steik­ing­ar
  • Salt, pip­ar, hvít­lauks­duft, chilli­duft
  • Kórí­and­er

Aðferð:

  1. Skáskerið 6 sneiðar úr brauðinu og steikið upp úr ólífu­olíu, leggið til hliðar.
  2. Skerið næst svepp­ina í sneiðar og steikið upp úr ólífu­olíu, kryddið eft­ir smekk.
  3. Á meðan svepp­irn­ir steikj­ast má setja kota­sælu á hverja brauðsneið og síðan skipta svepp­un­um niður ofan á kota­sæl­una.
  4. Steikið að lok­um kjúk­linga­baun­irn­ar og kryddið eft­ir smekk, mér fannst gott að setja vel af chilli­dufti. Ef það kem­ur mik­ill safi á pönn­una af baun­un­um er gott að hella hon­um af áður en þið kryddið end­an­lega til að þær nái aðeins að steikj­ast og fá stökka húð.
  5. Toppið með söxuðum kórí­and­er.
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert