Frægasti poki heims í nýrri útgáfu

Bastua er ný vörulína frá Ikea.
Bastua er ný vörulína frá Ikea. mbl.is/Ikea

Við get­um nán­ast full­yrt að það sé til í það minnsta einn blár inn­kaupa­poki frá IKEA inni á hverju heim­ili hér á landi. Og nýj­ustu frétt­ir úr her­búðum sænska hús­gagnaris­ans eru þær að nú verði pok­arn­ir fá­an­leg­ir með fal­legu munstri frá Mari­mek­ko. 

Til gam­ans má geta þess að árið 2018 voru seld­ir 1.018.440 IKEA-pok­ar í Dan­mörku, sem seg­ir okk­ur að pok­arn­ir finn­ast víða. Inn­kaupa­pok­arn­ir eru ekki bara hand­hæg­ir til að flytja vör­urn­ar okk­ar heim úr búðinni, því þeir þjóna margs kon­ar til­gangi und­ir þvott, í flutn­inga, und­ir rusl og svo margt fleira. En nýja sam­starfið við Mari­mek­ko hef­ur hlotið nafnið 'Bastu­a', sem þýðir sána á sænsku - og þess má geta að starfs­menn Ikea í Svíþjóð og starfs­menn Mari­mek­ko í Finn­landi, eru þess aðnjót­andi að hafa sánu til af­nota í vinn­unni og því varð nafnið upp­lagt fyr­ir vöru­lín­una. Þar að auki verða fram­leidd hand­klæði, sturtu­hengi og slopp­ar finn­ast í Bastua-lín­unni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert