Fundu fyrir því að það vantaði meira úrval

Ljósmynd/Det Glutenfrie Verksted

Það er mikið um að vera í sæl­kera­versl­un­um Me&Mu en auk þess að sér­hæfa sig í vör­um beint frá býli hafa þau lagt áherslu á sér­stak­ar heilsu­vör­ur. 

„Við höf­um hafið inn­flutn­ing á glút­en­laus­um vör­um frá Det glu­ten­frie verksted í Oslo. Fyr­ir­tækið fram­leiðir gæðavör­ur sem eru glút­en­laus­ar og laktósa­laus­ar. Við finn­um fyr­ir því að eft­ir­spurn eft­ir glút­en­laus­um vör­um er að aukast. Úrvalið hef­ur hins veg­ar verið tak­markað og sumt sem í boði hef­ur verið er ein­fald­lega ekki nógu gott. Við erum kom­in með ýms­ar gerðir af brauð- og kökumixi ásamt kexi. Við ætl­um svo smám sam­an að auka úr­valið,“ seg­ir Svein­björg Jóns­dótt­ir, ann­ar eig­andi versl­un­ar­inn­ar.

„Eins erum við með mikið magn hágæða ís­lensks víta­míns og fæðubót­ar­efna sem unn­in eru úr hrein­um afurðum úr ís­lenskri nátt­úru. Meðal þeirra eru vör­ur frá Arctic Health sem eru frá­bær ís­lensk víta­mín,“ seg­ir Svein­björg en Me&Mu eru með versl­un á Garðatorgi í Garðabæ og í Gróður­hús­inu í Hvera­gerði.

Ljós­mynd/​Det Glu­ten­frie Verksted
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert