Eitt vinsælasta ljós síðara ára í nýjum litum

Flowerpot er án efa eitt þekkt­asta ljós síðari ára og fæst nú í hvorki meira né minna en sex nýj­um út­færsl­um.

Ljósið er klass­ísk hönn­un frá ár­inu 1968 og það er hinn djarfi og litaglaði Verner Pant­on sem á heiður­inn af ljós­inu. Flowerpot hef­ur verið vin­sælt í eld­hús- og stofu­rým­um, og þar verður eng­in breyt­ing á með þess­um nýju lit­um sem við sjá­um hér. Nýju lit­irn­ir kall­ast Dark Plum, Swim Blue, Tangy Pink, Cobalt Blue, Vermili­on Red og síðast en ekki síst Black and White Patt­ern  sem er ein­stök út­færsla með „retro“-yf­ir­bragði. Dá­leiðandi munst­ur sem Verner notaði á sjö­unda ára­tugn­um en var síðan lagt til hliðar þar til núna.

Ný útfærsla af Flowerpot ljósinu - hér með svart/hvítu munstri.
Ný út­færsla af Flowerpot ljós­inu - hér með svart/​hvítu munstri. mbl.is/&​Tra­diti­on
Tangy Pink sómir sér vel í þessu eldhúsi.
Tangy Pink sóm­ir sér vel í þessu eld­húsi. mbl.is/&​tra­diti­on
Hér má sjá litinn Dark Plum.
Hér má sjá lit­inn Dark Plum. mbl.is/&​tra­diti­on
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert