Heitt súkkulaði með Stroh og karamellusósu

Drykkurinn sem við ætlum okkur um helgina.
Drykkurinn sem við ætlum okkur um helgina. mbl.is/Snorri Guðmundsson

Þetta er drykkurinn sem við viljum ylja okkur á um helgina - svona rétt til að gleyma öllum  veðurviðvörunum sem herja á landið. Heitt súkkulaði með Stroh og karamellusósu og rjóma - í boði Snorra hjá Matur og myndir.

Heitt súkkulaði með Stroh og karamellusósu (fyrir 3-4)

  • 60-100 ml Stroh 60
  • 500 ml mjólk
  • 0,5 tsk. vanilludropar
  • 1 kanilstöng
  • 150 g súkkulaði 56%
  • 1 msk. kakóduft
  • 2 msk. hlynsíróp
  • 60 ml karamellusósa (ég notaði Smuckers)
  • 150 ml rjómi

Aðferð:

  1. Setjið mjólk, vanilludropa og kanilstöng í pott og stillið á miðlungshita. Hitið mjólkina þar til hún nálgast suðumark.
  2. Saxið súkkulaðið (geymið svolítið til skrauts). Lækkið hitann ögn og bætið súkkulaði út í pottinn ásamt kakódufti og hlynsírópi. Hrærið þar til allt hefur samlagast.
  3. Takið af hitanum, fjarlægið kanilstöngina og hrærið Stroh saman við. Smakkið til með meira Stroh ef vill.
  4. Léttþeytið rjómann. Skiptið heitu kakói á milli glasa, setjið þeyttan rjóma og karamellusósu ofan á og rífið súkkulaði yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka